Erlent

Rannsókn hafin á framleiðsluvanda að beiðni ESB

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
AstraZeneca mun að óbreyttu ekki afhenda Evrópusambandinu þá bóluefnaskammta sem samið var um að yrðu afhentir á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Evrópusambandið hefur kallað eftir því að lyfjaframleiðandinn afhendi sambandinu skammta sem framleiddir hafa verið á Bretlandi.
AstraZeneca mun að óbreyttu ekki afhenda Evrópusambandinu þá bóluefnaskammta sem samið var um að yrðu afhentir á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Evrópusambandið hefur kallað eftir því að lyfjaframleiðandinn afhendi sambandinu skammta sem framleiddir hafa verið á Bretlandi. Vísir/EPA

Belgískir eftirlitsaðilar hafa, að beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hrundið af stað rannsókn á framleiðsluvanda verksmiðju sem framleiðir bóluefni AstraZeneca í Belgíu.

Belgíska heilbrigðisráðuneytið segir að eftirlitsaðilarnir hafi lokið sinni fyrstu eftirlitsheimsókn í gær. Sýni og skjöl voru tekin í þágu rannsóknar. Guardian greinir frá þessum vendingum.

Framkvæmdastjórn ESB kallaði eftir rannsókninni vegna efasemda um skýringar frá fulltrúum Lyfjaframleiðandans á þeim töfum sem verða á afhendingu bóluefnaskammta til Evrópusambandsins. Sambandið vill fá að vita hvort þeir skammtar sem farið hafa til Bretlands síðustu vikurnar hafi verið framleiddir innan ESB svæðisins.

Á sama tíma og viðbúið er að Evrópusambandið fái einungis brot af því sem það samdi um við lyfjaframleiðandann hafa fulltrúar AstraZeneca fullvissað bresk stjórnvöld um að þau muni fá sínar tvær milljónir skammta af bóluefninu vikulega.

Búist er við að Lyfjastofnun Evrópu veiti AstraZeneca markaðsleyfi á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×