Erlent

Forseti Mexíkó greindist með Covid-19

Atli Ísleifsson skrifar
Andrés Manuel López Obrador tók við embætti forseta Mexíkó árið 2018.
Andrés Manuel López Obrador tók við embætti forseta Mexíkó árið 2018. Getty/Medios y Media

Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hefur tilkynnt að hann hafi greinst með Covid-19.

Hinn 67 ára López Obrador segir frá því á Twitter að einkenni hans séu væg og að hann sé bjartsýnn á að jafna sig að fullu.

Kórónuveirufaraldurinn hefur verið í uppsveiflu í Mexíkó síðustu vikur og mánuði og hafa nú um 150 þúsund dauðsföll verið rakin til Covid-19. Alls hafa rúmlega 1,75 milljónir manna greinst með Covid-19 í landinu.

López Obrador segir að hann muni halda áfram að vinna að heiman. Á dagskrá forsetans er meðal annars símafundur með Vladimír Pútín þar til stendur til að ræða möguleg kaup mexíkóskra stjórnvalda á rússneska bóluefninu Spútnik V.

López Obrador hafði áður greint frá því að hann myndi reyna að tryggja Mexíkóum tólf milljónir bóluefnaskammta af Spútnik V, ef bóluefnið myndi reynast skilvirkt.

Andrés Manuel López Obrador tók við embætti forseta Mexíkó árið 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×