Viðskipti innlent

Bein út­sending: Skatta­dagurinn 2021

Atli Ísleifsson skrifar
Skattadagurinn er haldinn árlega í samstarfi Deloitte, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands.
Skattadagurinn er haldinn árlega í samstarfi Deloitte, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands. SA

Skattadagurinn 2021 er haldinn í dag og hefst dagskráin klukkan 9. Hægt er að fylgjast með dagskránni í streymi hér á Vísi.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, flytur opnunarávarpið á þá munu taka til máls þau Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins og Haraldur I. Birgisson, meðeigandi Deloitte og sviðsstjóri Skatta- og lögfræðiráðgjafar.

Í tilkynningu kemur fram að þau Hrefna Björk Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Taste ehf. og eigandi veitingastaðarins Rok, Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Lyfju hf. og Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis hf. Muni einnig flytja stutt erindi.

Þáttastjórnandi er Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Skattadagurinn er haldinn árlega í samstarfi Deloitte, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands.

Hægt er að fylgjast með dagskránni í spilaranum að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×