Neytendur

Inn­kalla tvær tegundir af Monster

Eiður Þór Árnason skrifar
Neytendum er bent á að skila vörunum til CCEP á Íslandi. 
Neytendum er bent á að skila vörunum til CCEP á Íslandi.  Samsett

Monster Ltd og CCEP hafa innkallað orkudrykkina Monster Lewis Hamilton LH44 og Monster Vanilla Espresso. Allar aðrar tegundir Monster-drykkja, svo sem Monster Green og Ultra, verða ekki fyrir áhrifum vegna þessarar innköllunar.

Fram kemur í tilkynningu frá Coca Cola European Partners (CCEP), dreifingaraðila Monster hér á landi, að umræddir drykkir innihaldi aukaefnið E 1520 (própýlenglýkól) í magni sem er umfram leyfilegan hámarksstyrk í reglugerð Evrópusambandsins. Ákvörðun um innköllun var tekin að viðhöfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. 

„Staðfest hefur verið að engin matvælaöryggisáhætta felist í neyslu drykkjanna en þar sem styrkur aukefnisins er umfram lögleg mörk vinna Monster og dreifingaraðilar þess að innköllun vörunnar af markaði.“

Neytendur sem keypt hafa ofangreindar vörur er bent á að skila þeim til CCEP á Íslandi að Stuðlahálsi 1 í Reykjavík gegn endurgreiðslu eða skiptum á samskonar vöru.

Monster Lewis Hamilton LH 44 var dreift til eftirfarandi verslana: Aðföng (Hagkaup), Fjarðarkaup, Heimkaup, Iceland, Kjörbúðin, Krambúðin, Melabúðin, Miðstöðin, N1, Nettó, Tíu-ellefu, Kassinn

Monster Vanilla Espresso var dreift til eftirfarandi verslana: Aðföng (Hagkaup), Fjarðarkaup, Iceland, Kjörbúðin, Krambúðin, Nettó, Póló, Tíu-ellefu, Vegamót Bíldudal, Video-markaðurinn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×