Sjö Afríkuríki vilja taka þátt í jarðhitaverkefni ÞSSÍ 15. maí 2013 13:36 Jarðhitasvæði í Eþíópíu. Myndin er á vefsíðu ÞSSÍ. Sjö Afríkuríki - Rúanda, Eþíópía, Tansanía, Malaví, Úganda, Búrúndi og Sambía - hafa þegar óskað eftir þátttöku í jarðhitaverkefninu sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) leiðir og hófst með formlegum hætti í ársbyrjun. Fjallað er um málið á vefsíðu ÞSSÍ, Heimsljósi. Þar segir að verkefnið sé samfjármagnað af Norræna þróunarsjóðnum og það er hluti af víðtækara samstarfi utanríkisráðuneytis og Alþjóðabankans á sviði jarðhitanýtingar. Davíð Bjarnason verkefnastjóri í svæðasamstarfi hjá ÞSSÍ segir að þegar í upphafi hafi orðið vart við mikinn áhuga ríkja á að koma að samstarfinu sem miðar að því að framkvæma jarðhitaleit og rannsóknir, ásamt mannauðsuppbyggingu, í mögulegum öllum þrettán löndum í sigdalnum mikla í austanverðri Afríku. Heildarfjármögnun verkefnisins er tíu milljónir evra á fimm ára tímabili, eða um það bil 1.6 milljarður íslenskra króna. "Þessi lönd eru mislangt komin í jarðhitamálum," segir Davíð. "Kenía stendur þarna fremst, með jarðhitavirkjanir og umfangsmiklar áætlanir um frekari virkjanir, auk þess sem mikil þekking á málefnum tengd jarðhita hefur orðið til í Kenía. Eþíópía er einnig með jarðhitavirkjun, og hefur áætlanir um að auka mjög raforkuframleiðslu frá jarðhita. Önnur lönd eru skemmra á veg komin, og sum eru að taka fyrstu skrefin í að skoða hvort tækifæri felst í nýtingu þessarar auðlindar." Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Sjö Afríkuríki - Rúanda, Eþíópía, Tansanía, Malaví, Úganda, Búrúndi og Sambía - hafa þegar óskað eftir þátttöku í jarðhitaverkefninu sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) leiðir og hófst með formlegum hætti í ársbyrjun. Fjallað er um málið á vefsíðu ÞSSÍ, Heimsljósi. Þar segir að verkefnið sé samfjármagnað af Norræna þróunarsjóðnum og það er hluti af víðtækara samstarfi utanríkisráðuneytis og Alþjóðabankans á sviði jarðhitanýtingar. Davíð Bjarnason verkefnastjóri í svæðasamstarfi hjá ÞSSÍ segir að þegar í upphafi hafi orðið vart við mikinn áhuga ríkja á að koma að samstarfinu sem miðar að því að framkvæma jarðhitaleit og rannsóknir, ásamt mannauðsuppbyggingu, í mögulegum öllum þrettán löndum í sigdalnum mikla í austanverðri Afríku. Heildarfjármögnun verkefnisins er tíu milljónir evra á fimm ára tímabili, eða um það bil 1.6 milljarður íslenskra króna. "Þessi lönd eru mislangt komin í jarðhitamálum," segir Davíð. "Kenía stendur þarna fremst, með jarðhitavirkjanir og umfangsmiklar áætlanir um frekari virkjanir, auk þess sem mikil þekking á málefnum tengd jarðhita hefur orðið til í Kenía. Eþíópía er einnig með jarðhitavirkjun, og hefur áætlanir um að auka mjög raforkuframleiðslu frá jarðhita. Önnur lönd eru skemmra á veg komin, og sum eru að taka fyrstu skrefin í að skoða hvort tækifæri felst í nýtingu þessarar auðlindar."
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira