Viðskipti innlent

Össur og Reginn ekki með í nýrri úrvalsvísitölu

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Vægi félaga í úrvalsvísitölunni ræðst af virkum viðskiptum í Kauphöll Íslands.
Vægi félaga í úrvalsvísitölunni ræðst af virkum viðskiptum í Kauphöll Íslands. Fréttablaðið/GVA

Um næstu mánaðamót verða breytingar á OMXI6, úrvalsvísitölu Kauphallarinnar (Nasdaq OMX Iceland).

Úr vísitölunni falla Össur og Reginn, en í staðin koma inn Tryggingamiðstöðin og Vátryggingafélag Íslands.

Áfram eru í vísitölunni, Eimkipafélag Íslands, Hagar, Icelandair Group og Marel.

Vísitalan er endurskoðuð tvisvar á ári og tekur þessi gildi mánudaginn 1. júlí næstkomandi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×