Viðskipti innlent

Landsbankinn styrkir 15 nemendur

Fimmtán námsmenn fengu úthlutað námsstyrkjum úr Samfélagssjóði Landsbankans að þessu sinni. Styrkirnir voru nú veittir í 24. sinn. Heildarupphæð námsstyrkja nemur 5,4 milljónum króna, sem er hæsta styrkveiting banka af þessu tagi á Íslandi. Alls bárust  um 900 umsóknir um styrkina.

Í tilkynningu segir að veittir eru styrkir í fimm flokkum; til framhaldsskólanema, iðn- og verknema, til háskólanema og háskólanema í framhaldsnámi og einnig til listnema en Landsbankinn er eini bankinn sem veitir sérstaka listnámsstyrki.

Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag í framtíðinni. Einnig var litið til annarra atriða við valið svo sem rannsókna og greinarskrifa, meðmæla, sjálfboðastarfa, afreka í íþróttum og þátttöku í félagsstarfi svo nokkuð sé nefnt.

Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans 2013:

Styrkir til framhaldsskólanáms – 200.000 kr.

Einar Gunnlaugsson – Verzlunarskóli Íslands

Hrafnhildur Rut Hauksdóttir – Verkmenntaskólinn á Akureyri

Katrín Unnur Ólafsdóttir – Menntaskólinn í Reykjavík



Styrkir til iðn- og verknáms – 350.000 kr.

Birna Karen Björnsdóttir – klæðskeranám

Kristín Edda Egilsdóttir – flugnám

Róbert Freyr Michelsen – kennaranám í úrsmíði

Styrkir til háskólanáms – 350.000 kr.

Gunnar Jörgen Viggósson – hugbúnaðarverkfræði

Jón Halldór Hjartarson – læknisfræði

Þórdís Stella Þorsteins – stærðfræði

Styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi –  450.000 kr.

Halldís Thoroddsen – efnaverkfræði

Sigurður Thorlacius – byggingarverkfræði

Þorsteinn Kristinsson – Asíufræði

Styrkir til listnáms –  450.000 kr.

Oddur Arnþór Jónsson – söngnám

Ragnheiður Lilja Óladóttir – söngnám

Úlfur Hansson – tónsmíði

Landsbankinn veitir á hverju ári nærri 50 milljónum króna úr samfélagssjóði bankans til námsmanna, samfélagsmála, nýsköpunar og umhverfismála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×