Ennþá nóg af sjóbirting í Varmá Karl Lúðvíksson skrifar 4. maí 2020 08:12 Það er gaman að skreppa í dagstúr í sjóbirting. Það hefur verið fín veiði í flestum sjóbirtingsánum þetta vorið og það eru margir á faraldsfæti til að glíma við þennan fisk sem margir telja einna skemmtilegast við að eiga. Það þarf heldur ekki alltaf að fara í tveggja eða þriggja daga ferðir til að komast í góða veiði en ein af þeim litlu skemmtilegu ám sem er gaman að heimsækja í dagsferð á þessum árstíma er Varmá við Hveragerði. Þetta hefur verið ein vinsælasta vorveiði á á suðurlandi í mörg ár og eftir að sleppiskylda var sett á hefur sjóbirtingurinn bara vaxið að stærð og stofninn styrkst. Það hafa verið fréttir af ágætri veiði þar undanfarið og að sögn þeirra sem hafa kíkt í ánna er ennþá nóg af fiski í henni. Eins og venjulega er Stöðvarhylurinn fullur af fiski og þar liggja eins og alltaf líka nokkrar rígvænar bleikjur. Flestir hyljir frá Stöðvarhyl og niður að stíflu geyma fiska, mismikið þó, en það er góðs viti því það bendir til að birtingurinn sé ekki ennþá farinn að halda til hafs að neinu ráði ennþá og það er því hægt að kíkja þarna á næstunni í einn dagstúr til að setja í nokkra væna birtinga. Lausa daga má finna á www.svfr.is Stangveiði Mest lesið Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Fjórtán laxa opnun í Norðurá Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði Vatnaveiðin að komast í góðan gír Veiði
Það hefur verið fín veiði í flestum sjóbirtingsánum þetta vorið og það eru margir á faraldsfæti til að glíma við þennan fisk sem margir telja einna skemmtilegast við að eiga. Það þarf heldur ekki alltaf að fara í tveggja eða þriggja daga ferðir til að komast í góða veiði en ein af þeim litlu skemmtilegu ám sem er gaman að heimsækja í dagsferð á þessum árstíma er Varmá við Hveragerði. Þetta hefur verið ein vinsælasta vorveiði á á suðurlandi í mörg ár og eftir að sleppiskylda var sett á hefur sjóbirtingurinn bara vaxið að stærð og stofninn styrkst. Það hafa verið fréttir af ágætri veiði þar undanfarið og að sögn þeirra sem hafa kíkt í ánna er ennþá nóg af fiski í henni. Eins og venjulega er Stöðvarhylurinn fullur af fiski og þar liggja eins og alltaf líka nokkrar rígvænar bleikjur. Flestir hyljir frá Stöðvarhyl og niður að stíflu geyma fiska, mismikið þó, en það er góðs viti því það bendir til að birtingurinn sé ekki ennþá farinn að halda til hafs að neinu ráði ennþá og það er því hægt að kíkja þarna á næstunni í einn dagstúr til að setja í nokkra væna birtinga. Lausa daga má finna á www.svfr.is
Stangveiði Mest lesið Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Fjórtán laxa opnun í Norðurá Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði Vatnaveiðin að komast í góðan gír Veiði