Creditinfo upplýsir þróunarlöndin um skynsama viðskiptahætti Lovísa Eiríksdóttir skrifar 22. ágúst 2013 06:00 Reynir Grétarsson, stjórnarformaður Credit info, segir að upplýsingar séu grundvallaratriði í nútíma samfélagi. Mynd/Valli Íslenska fyrirtækið Creditinfo stendur nú fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um áhættustjórnun. Ráðstefnan nefnist Global Forum og verður haldin í Prag í Tékklandi í september næstkomandi. Ráðstefnan á að skapa vettvang fyrir fólk sem vinnur með fjárhagsupplýsingar að skiptast á skoðunum við innlenda og erlenda kollega sína. „Upplýsingar eru grundvallaratriði í nútímaefnahagslífi og megintilgangur Creditinfo er að safna, vinna og miðla upplýsingum sem nýta má til að þess að auðvelda stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækja að taka upplýstar og skynsamlegar ákvarðanir,“ segir Reynir Grétarsson, stjórnarformaður Creditinfo, Reynir bætir við að ráðstefnunni sé ætlað að bæta innviði fjármála- og efnahagskerfa heimsins þar sem markmiðið er að auðvelda fólki og fyrirtækjum að verða sér úti um lánsfjármagn á viðráðanlegum kjörum. Þessi ráðstefna er ekki síst hugsuð til þess að dreifa þekkingu til þróunarríkjanna. „Þessi vanþróaðari markaður, eins og í Afríku, er nú að koma sér upp fjárhagsupplýsingakerfum til þess að geta tryggt eðlilegt og heilbrigt viðskiptalíf,“ segir Samúel White, sérfræðingur á markaðs- og viðskiptaþróunarsviði hjá Creditinfo. Creditinfo opnaði nýlega skrifstofu í Tansaníu og bendir Samúel á að meiri þekking í vanþróaðari ríkjum auki hagvöxt til langs tíma og að mikilvægt sé að auðvelda fyrirtækjum þar til þess að verða sér út um lánsfjármagn á viðráðanlegum kjörum. „Kjarninn að ráðstefnunni er fyrst og fremt að fá færustu aðila í áhættustjórnun viðskipta til að miðla þekkingu sinni og reynslu, til þess að lönd sem hafa minni þekkingu geti tekið ákvarðanir sem eru byggðar á einhverjum upplýsingum.“ Á meðal ræðumanna á ráðstefnunni verða stjórnendur Paypal, Societe Generale Group, International Finance Corporation (IFC), Bank of Georgia og fulltrúar fjárhags- og viðskiptaupplýsingaveita frá fjórum heimsálfum. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Creditinfo stendur nú fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um áhættustjórnun. Ráðstefnan nefnist Global Forum og verður haldin í Prag í Tékklandi í september næstkomandi. Ráðstefnan á að skapa vettvang fyrir fólk sem vinnur með fjárhagsupplýsingar að skiptast á skoðunum við innlenda og erlenda kollega sína. „Upplýsingar eru grundvallaratriði í nútímaefnahagslífi og megintilgangur Creditinfo er að safna, vinna og miðla upplýsingum sem nýta má til að þess að auðvelda stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækja að taka upplýstar og skynsamlegar ákvarðanir,“ segir Reynir Grétarsson, stjórnarformaður Creditinfo, Reynir bætir við að ráðstefnunni sé ætlað að bæta innviði fjármála- og efnahagskerfa heimsins þar sem markmiðið er að auðvelda fólki og fyrirtækjum að verða sér úti um lánsfjármagn á viðráðanlegum kjörum. Þessi ráðstefna er ekki síst hugsuð til þess að dreifa þekkingu til þróunarríkjanna. „Þessi vanþróaðari markaður, eins og í Afríku, er nú að koma sér upp fjárhagsupplýsingakerfum til þess að geta tryggt eðlilegt og heilbrigt viðskiptalíf,“ segir Samúel White, sérfræðingur á markaðs- og viðskiptaþróunarsviði hjá Creditinfo. Creditinfo opnaði nýlega skrifstofu í Tansaníu og bendir Samúel á að meiri þekking í vanþróaðari ríkjum auki hagvöxt til langs tíma og að mikilvægt sé að auðvelda fyrirtækjum þar til þess að verða sér út um lánsfjármagn á viðráðanlegum kjörum. „Kjarninn að ráðstefnunni er fyrst og fremt að fá færustu aðila í áhættustjórnun viðskipta til að miðla þekkingu sinni og reynslu, til þess að lönd sem hafa minni þekkingu geti tekið ákvarðanir sem eru byggðar á einhverjum upplýsingum.“ Á meðal ræðumanna á ráðstefnunni verða stjórnendur Paypal, Societe Generale Group, International Finance Corporation (IFC), Bank of Georgia og fulltrúar fjárhags- og viðskiptaupplýsingaveita frá fjórum heimsálfum.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira