Viðskipti innlent

Ný viðbót við EVE Online frumsýnd

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Skjáskot úr EVE Online: Retribution.
Skjáskot úr EVE Online: Retribution. MYND/CCP
Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP gaf í dag út nýja viðbót við fjölspilunarleikinn EVE Online. Uppfærslan ber heitið Retribution og er hún átjánda viðbótin sem fyrirtækið gefur út fyrir leikinn.

Uppfærslan inniheldur ýmsar nýjungar. Þar á meðal er sérstakt kerfi fyrir mannaveiðar í leiknum og ný geimskip sem ætluð eru fyrir bardaga og námuvinnslu.

Einnig fylgja ýmsar endurbætur á veröld EVE Online. Refsilöggjöf leiksins hefur verið uppfærð sem og notendaviðmót. Þá hefur hljóðheimur og tónlist EVE Online einnig fengið nýtt yfirbragð.

Retribution verður kynnt með markaðsherferð í Evrópu, Norður-Ameríku og Japan. Þá var sérstakt kynningarmyndband fyrir uppfærsluna frumsýnt á stærstu leikjasíðu veraldar, IGN.

Myndbandið er framleitt af CCP og íslenski tónlistarmaðurinn HaZar sér um tónlistana. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×