Kröfuhafar Grikkja ræða um aðgerðir 30. júní 2011 06:30 Þau Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddu um skuldavanda Grikkja á flokksfundi Kristilegra demókrata í Berlín í gær. Fréttablaðið/AP Evrópskir bankar eiga mikið undir því að gríska ríkið geti staðið við skuldbindingar sínar. Þeir vilja leggja sitt af mörkum til að forða landinu frá gjaldþroti. Lánveitendur eru að hluta til ábyrgir, segir forstjóri Deutsche Bank. Nokkuð létt var yfir fjármálageiranum á meginlandi Evrópu síðdegis í gær eftir að gríska þingið samþykkti áætlanir um niðurskurð á ríkisútgjöldum. Fulltrúar alþjóðlegra eignastýringarsjóða töldu á fundi þeirra í Mónakó í vikunni farsælasta kostinn fyrir lánardrottna að þeir endurskipuleggi skuldir Grikkja, bæði svo stjórnvöld geti staðið við skuldbindingar sínar auk þess að tryggja endurheimtur. Frakkar og Þjóðverjar eru í hópi helstu lánardrottna gríska ríkisins. Reuters-fréttastofan segir forsvarsmenn franskra banka hafa lagt til að gríska stjórnin semji upp á nýtt við eigendur grískra ríkisskuldabréfa með það fyrir augum að færa gjalddaga lána. Á móti myndu kröfuhafar skuldbinda sig til að kaupa grísk ríkisskuldabréf til þrjátíu ára með 5,5 prósenta breytilegum vöxtum sem hækki í takt við landsframleiðslu. Vextir verði þó aldrei hærri en 8,0 prósent. Josef Ackermann, forstjóri hins þýska Deutsche Bank, var viðstaddur fund Kristilegra demókrata í Berlín í gær þar sem skuldavandi Grikkja var í brennidepli. Ackermann sagði þá sem lagt hafa Grikkjum til lánsfjármagn gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og sé hann þess fullviss að bankar í álfunni leggi sitt af mörkum til að hjálpa landinu við að komast í gegnum erfiðleikana. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hafði eftir honum í gær að björgunaraðgerðir Evrópusambandsins muni ekki síður koma niður á Grikkjum en evrópskum kröfuhöfum þeirra. Viðbúið er að viðræðunum í Berlín verði haldið áfram í dag og muni í lok dags liggja fyrir hvernig björgunaraðgerðir snerti lánveitendur Grikkja. Þá sagði hann Þjóðverja helst vilja fá tryggingu fyrir því að björgunaraðgerðirnar geti ekki valdið því að landið lendi í greiðsluþroti eða smitáhrif berist til annarra landa. Slíkt geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjármálageirann. jonab@frettabladid.is Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Evrópskir bankar eiga mikið undir því að gríska ríkið geti staðið við skuldbindingar sínar. Þeir vilja leggja sitt af mörkum til að forða landinu frá gjaldþroti. Lánveitendur eru að hluta til ábyrgir, segir forstjóri Deutsche Bank. Nokkuð létt var yfir fjármálageiranum á meginlandi Evrópu síðdegis í gær eftir að gríska þingið samþykkti áætlanir um niðurskurð á ríkisútgjöldum. Fulltrúar alþjóðlegra eignastýringarsjóða töldu á fundi þeirra í Mónakó í vikunni farsælasta kostinn fyrir lánardrottna að þeir endurskipuleggi skuldir Grikkja, bæði svo stjórnvöld geti staðið við skuldbindingar sínar auk þess að tryggja endurheimtur. Frakkar og Þjóðverjar eru í hópi helstu lánardrottna gríska ríkisins. Reuters-fréttastofan segir forsvarsmenn franskra banka hafa lagt til að gríska stjórnin semji upp á nýtt við eigendur grískra ríkisskuldabréfa með það fyrir augum að færa gjalddaga lána. Á móti myndu kröfuhafar skuldbinda sig til að kaupa grísk ríkisskuldabréf til þrjátíu ára með 5,5 prósenta breytilegum vöxtum sem hækki í takt við landsframleiðslu. Vextir verði þó aldrei hærri en 8,0 prósent. Josef Ackermann, forstjóri hins þýska Deutsche Bank, var viðstaddur fund Kristilegra demókrata í Berlín í gær þar sem skuldavandi Grikkja var í brennidepli. Ackermann sagði þá sem lagt hafa Grikkjum til lánsfjármagn gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og sé hann þess fullviss að bankar í álfunni leggi sitt af mörkum til að hjálpa landinu við að komast í gegnum erfiðleikana. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hafði eftir honum í gær að björgunaraðgerðir Evrópusambandsins muni ekki síður koma niður á Grikkjum en evrópskum kröfuhöfum þeirra. Viðbúið er að viðræðunum í Berlín verði haldið áfram í dag og muni í lok dags liggja fyrir hvernig björgunaraðgerðir snerti lánveitendur Grikkja. Þá sagði hann Þjóðverja helst vilja fá tryggingu fyrir því að björgunaraðgerðirnar geti ekki valdið því að landið lendi í greiðsluþroti eða smitáhrif berist til annarra landa. Slíkt geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjármálageirann. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira