Viðskipti innlent

SS lækkar langtímaskuldir um 1.100 milljónir

Sláturfélag Suðurlands hefur komist að samkomulagi við viðskiptabanka sinn Arion banka hf. um uppgjör gengistryggðra lána. Í tilkynningu segir að með samkomulaginu við Arion banka lækka langtímaskuldir félagsins um 1.100 milljónir króna með leiðréttingu gengistryggðra lána og uppgreiðslu lána.

Lán að upphæð 1.600 milljónir króna voru endurfjármögnuð og þau lengd til 25 ára sem aðlagar greiðslugetu félagsins til lengri tíma.

Þessi endurskipulagning á efnahag félagsins hefur um 900 milljón króna jákvæð áhrif á afkomu félagsins og mun það koma fram í hálfsársuppgjör þess sem birt verður síðar í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×