Mikill verðmunur er á innkaupalistum Jóhannes Stefánsson skrifar 22. ágúst 2013 10:39 Fólk flykkist nú í ritfangaverslanir til að búa sig og sína undir skólann. Fréttablaðið/Vilhelm Nú þegar skólahald fer af stað gefa flestir grunnskólar út innkaupalista fyrir foreldra skólabarna. Mikill verðmunur getur verið á því sem kaupa þarf eftir því í hvaða skóla barnið er. Þannig gefa sumir skólar út langa og ítarlega innkaupalista en aðrir listar eru mjög einfaldir og kveða einungis á um pennaveski og einföld skriffæri. Í þeim tilfellum kaupa kennararnir stundum inn fyrir börnin og foreldrarnir greiða skólanum svo efnisgjald. Á sumum listum má sjá hluti eins og talnagrindur, sérstaka teikniblýanta og reiknivélar fyrir nemendur í fyrsta bekk. Sem dæmi má nefna að innkaupalisti Hólabrekkuskóla í Breiðholti gerir ráð fyrir því að nemendur kaupi talnagrind, reiknivél, spilastokk og hvorki meira né minna en sex stór límstifti. Vörurnar á listanum kosta 13.072 krónur í vefverslun Heimkaupa. Til samanburðar þarf að greiða 4.884 krónur í vefversluninni fyrir innkaupalista grunnskólans á Egilsstöðum og ekkert efnisgjald er greitt í skólanum.Munurinn hleypur því á rúmum 8.000 krónum. Innt eftir því hvers vegna svo mikill munur er á innkaupalistunum segir Hólmfríður G. Guðjónsdóttir, skólastjóri í Hólabrekkuskóla: „Börnin eiga þetta oft mjög lengi. Þetta fylgir þeim oft í mörg ár, til dæmis talnagrindin.“ Hún segir börnin kaupa mikið af lími vegna þess að þau föndra mikið til að byrja með. „Það er mjög mikil sköpun í byrjendalæsi hjá okkur sem skýrir þörfina fyrir föndurvörur og margt af því sem er á listanum er eitthvað sem er til á flestum heimilum fyrir, til dæmis vatnsbrúsi, spilastokkur og vasareiknir. Þetta er svona startpakki fyrir skólann hjá þeim,“ segir Hólmfríður G. Guðjónsdóttir. 57% verðmunur á skólabókum Samkvæmt verðlagskönnun ASÍ er allt að 57% verðmunur á nýjum skólabókum í skólabókaverslunum. Forlagið og A4 voru oftast með lægsta verðið á nýjum bókum en níu titlar af 32 voru ódýrastir hjá þeim. Griffill kom þar á eftir með lægsta verðið á sjö titlum og Bóksala stúdenta á sex. Bókabúðin IÐNÚ var oftast með hæsta verðið á nýjum bókum eða á sautján titlum af 32, Bóksala stúdenta á sex og Eymundsson á fimm. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Nú þegar skólahald fer af stað gefa flestir grunnskólar út innkaupalista fyrir foreldra skólabarna. Mikill verðmunur getur verið á því sem kaupa þarf eftir því í hvaða skóla barnið er. Þannig gefa sumir skólar út langa og ítarlega innkaupalista en aðrir listar eru mjög einfaldir og kveða einungis á um pennaveski og einföld skriffæri. Í þeim tilfellum kaupa kennararnir stundum inn fyrir börnin og foreldrarnir greiða skólanum svo efnisgjald. Á sumum listum má sjá hluti eins og talnagrindur, sérstaka teikniblýanta og reiknivélar fyrir nemendur í fyrsta bekk. Sem dæmi má nefna að innkaupalisti Hólabrekkuskóla í Breiðholti gerir ráð fyrir því að nemendur kaupi talnagrind, reiknivél, spilastokk og hvorki meira né minna en sex stór límstifti. Vörurnar á listanum kosta 13.072 krónur í vefverslun Heimkaupa. Til samanburðar þarf að greiða 4.884 krónur í vefversluninni fyrir innkaupalista grunnskólans á Egilsstöðum og ekkert efnisgjald er greitt í skólanum.Munurinn hleypur því á rúmum 8.000 krónum. Innt eftir því hvers vegna svo mikill munur er á innkaupalistunum segir Hólmfríður G. Guðjónsdóttir, skólastjóri í Hólabrekkuskóla: „Börnin eiga þetta oft mjög lengi. Þetta fylgir þeim oft í mörg ár, til dæmis talnagrindin.“ Hún segir börnin kaupa mikið af lími vegna þess að þau föndra mikið til að byrja með. „Það er mjög mikil sköpun í byrjendalæsi hjá okkur sem skýrir þörfina fyrir föndurvörur og margt af því sem er á listanum er eitthvað sem er til á flestum heimilum fyrir, til dæmis vatnsbrúsi, spilastokkur og vasareiknir. Þetta er svona startpakki fyrir skólann hjá þeim,“ segir Hólmfríður G. Guðjónsdóttir. 57% verðmunur á skólabókum Samkvæmt verðlagskönnun ASÍ er allt að 57% verðmunur á nýjum skólabókum í skólabókaverslunum. Forlagið og A4 voru oftast með lægsta verðið á nýjum bókum en níu titlar af 32 voru ódýrastir hjá þeim. Griffill kom þar á eftir með lægsta verðið á sjö titlum og Bóksala stúdenta á sex. Bókabúðin IÐNÚ var oftast með hæsta verðið á nýjum bókum eða á sautján titlum af 32, Bóksala stúdenta á sex og Eymundsson á fimm.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira