Viðskipti innlent

Mál Sigur Rósar aftur fyrir héraðsdóm

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og félagar hans mæta við þingfestingu málsins í héraði í apríl í fyrra.
Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og félagar hans mæta við þingfestingu málsins í héraði í apríl í fyrra. Vísir/Vilhelm

Skattsvikamál fjögurra liðsmanna hljómsveitarinnar Sigur Rósar fer aftur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem þarf að taka málið til efnislegrar meðferðar. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kvað upp úrskurð þess efnis í dag. Ásmunda Baldursdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, staðfestir niðurstöðuna við Vísi.

Tónlistarmennirnir fjórir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður.

Lögmaður þeirra gerði kröfu um að málinu yrði vísað frá á grundvelli laga um tvöfalda refsingu. Þeir hefðu þegar greitt sekt vegna málsins.

Eignir tónlistarmannanna, þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Kjartans Sveinssonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar, voru kyrrsettar við rannsókn málsins. Eignirnar námu um 800 milljónum króna. 

Eignir liðsmanna Sigur Rósar verða áfram kyrrsettar þar til Landsréttur hefur tekið málið fyrir. Það hefur hann nú gert og fer málið á ný fyrir héraðsdóm.


Tengdar fréttir

Skattsvikamáli Sigur Rósar vísað frá dómi

Máli héraðssaksóknara á hendur fjórum liðsmönnum hljómsveitarinnar Sigur Rósar, tveimur núverandi og tveimur fyrrverandi, var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Sigur Rós vísar til fordæmis Jóns Ásgeirs

Verjandi Orra Páls Dýrasonar vísaði til fordæmis mála sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Ármansson unnu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu þegar hann krafðist þess að máli gegn honum vegna skattalagabrota yrði vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×