Viðskipti innlent

Seðlabankinn kaupir evrur

Seðlabankinn reynir um þessar mundir að minnka þann þrýsting sem aflandskrónur setja á gengi krónunnar.
Fréttablaðið/GVA
Seðlabankinn reynir um þessar mundir að minnka þann þrýsting sem aflandskrónur setja á gengi krónunnar. Fréttablaðið/GVA
Seðlabanki Íslands keypti í gær 61,74 milljónir evra, sem jafngilda 12,97 milljörðum króna, í seinna skrefi fyrsta gjaldeyrisútboðs bankans.

Útboðið er liður í losun gjaldeyrishafta en í fyrra skrefinu gaf Seðlabankinn eigendum aflandskróna færi á að losna við þær. Þá keypti bankinn 13,37 milljarða króna.

Sem greiðslu fyrir gjaldeyrinn fá kaupendur afhent verðtryggð ríkisverðbréf.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×