Handbolti

Fyrsta tap Kiel í deildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason í leiknum í dag.
Alfreð Gíslason í leiknum í dag. Nordic Photos / Bongarts

Kiel tapaði í dag sínum fyrsta leik á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni er liðið steinlá fyrir Lemgo á útivelli, 34-27.

Með sigri í dag hefði Kiel orðið Þýskalandsmeistari en liðið þarf nú að bíða þar til á miðvikudag að minnsta kosti með að tryggja sér titilinn.

Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk fyrir Lemgo en Logi Geirsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla.

Kiel er með tólf stiga forystu á Hamburg á toppi deildarinnar en Lemgo er í fjórða sæti með 41 stig, tveimur á eftir Hamburg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×