Viðskipti innlent

Ætlar að skrá Horn og Reginn á markað í vetur

Landsbankinn hefur tilkynnt að hann muni skrá tvö af félögum sínum á markað næsta vetur. Um er að ræða Horn fjárfestingarfélag hf. og Reginn ehf.

Í tilkynningunni segir að reiknað sé með að skrá Horn á komandi vetri og Reginn á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Undirbúningur er hafinn og hafa forsvarsmenn beggja félaganna tilkynnt Kauphöllinni um þessi áform sín.

Horn hefur það að markmiði að fjárfesta í innlendum og erlendum mörkuðum bæði í skráðum og óskráðum verðbréfum.

Reginn aftur á móti er eigandi að mörgum helstu fasteignum á höfuðborgarsvæðinu. Má þar m.a. nefna Egilshöll og Smáralind.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×