Ekkert útilokar kennitölusöfnun við söluna á Högum Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. nóvember 2011 18:45 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Bankarnir eru tregir til að selja eignir í gegnum Kauphöllina. Forstjóri Kauphallarinnar vonast til að salan á Högum marki tímamót en 20-30 prósenta hlutur verður seldur í desember og býðst almenningi að kaupa hlutabréf fyrir hundrað þúsund krónur að lágmarki. Ekkert í gildandi reglum útilokar svokallaða kennitölusöfnun þegar hlutabréfin í Högum verða seld. Hagar eru fyrsta fyrirtækið sem verður selt í gegnum Kauphöllina eftir bankahrunið, en dótturfélag Arion banka hyggst selja 20-30 prósenta hlut í fyrirtækinu í gegnum Kauphöllina í desember næstkomandi. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir þetta afar jákvæð tíðindi og marki í raun endurreisn hlutabréfamarkaðarins hér á landi. Einhverjum gæti þótt dapurlegt að þótt þrjú ár séu frá hruni sé ekki búið að selja eitt einasta fyrirtæki í gegnum Kauphöllina þótt bankarnir hafi tekið yfir eignir í massavís eftir hrunið.Menn treysta ekki markaðsleiðinni „Mögulega er vantrú á þessari leið. Að menn treysti ekki á markaðsleiðina. Það þykir mér miður því ég held að hún sé fær og væri mjög æskileg í fleiri tilfellum,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann segir að þetta sé besta leiðin til að fá eðlilega verðmyndun á félög. Þá sé þetta einnig góð leið til að auka þátttöku almennings í atvinnulífinu sem sé algjörlega nauðsynlegt til að skapa sátt um það. Þótt bankarnir hafi verið tregir til að selja fyrirtæki gegnum Kauphöllina vonast Páll til þess að salan á Högum marki tímamót. Almenningi mun standa til boða að kaupa hlut og nemur lágmarksfjárhæðin 100 þúsund krónum að markaðsvirði. Veistu til þess að það verði búið þannig um hnútana að komið verði í veg fyrir að einstakir fjársterkir aðilar geti keypt stóra hluti t.d með framsali frá einstaklingum með aðferð sem kölluð hefur verið „kennitölusöfnun“ ? „Það er nú þannig að þegar félag fer á markað þá er frjálst framsal hluta á markaði heimilt. Þannig að í sjálfu sér kemur ekkert í veg fyrir að aðilar minnki hlut sinn eða auki við hann, en þó ber að geta þess að hér gilda yfirtökureglur þannig að á þessu eru mjög ákveðin takmörk,“ segir Páll. Forstjóri Kauphallarinnar vonast til þess að innan tíðar skapist að nýju blómlegur markaður með hlutabréf í Kauphöllinni. Hann segist finna fyrir miklum áhuga hjá fjárfestum. „Ekki síst lífeyrissjóðunum sem þurfa á svona markaði að halda. Það er mikil uppsöfnuð þörf og við finnum jafnan fyrir miklum áhuga hjá fyrirtækjunum sjálfum. Þannig að ég er mjög bjartsýnn,“ segir Páll. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Bankarnir eru tregir til að selja eignir í gegnum Kauphöllina. Forstjóri Kauphallarinnar vonast til að salan á Högum marki tímamót en 20-30 prósenta hlutur verður seldur í desember og býðst almenningi að kaupa hlutabréf fyrir hundrað þúsund krónur að lágmarki. Ekkert í gildandi reglum útilokar svokallaða kennitölusöfnun þegar hlutabréfin í Högum verða seld. Hagar eru fyrsta fyrirtækið sem verður selt í gegnum Kauphöllina eftir bankahrunið, en dótturfélag Arion banka hyggst selja 20-30 prósenta hlut í fyrirtækinu í gegnum Kauphöllina í desember næstkomandi. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir þetta afar jákvæð tíðindi og marki í raun endurreisn hlutabréfamarkaðarins hér á landi. Einhverjum gæti þótt dapurlegt að þótt þrjú ár séu frá hruni sé ekki búið að selja eitt einasta fyrirtæki í gegnum Kauphöllina þótt bankarnir hafi tekið yfir eignir í massavís eftir hrunið.Menn treysta ekki markaðsleiðinni „Mögulega er vantrú á þessari leið. Að menn treysti ekki á markaðsleiðina. Það þykir mér miður því ég held að hún sé fær og væri mjög æskileg í fleiri tilfellum,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann segir að þetta sé besta leiðin til að fá eðlilega verðmyndun á félög. Þá sé þetta einnig góð leið til að auka þátttöku almennings í atvinnulífinu sem sé algjörlega nauðsynlegt til að skapa sátt um það. Þótt bankarnir hafi verið tregir til að selja fyrirtæki gegnum Kauphöllina vonast Páll til þess að salan á Högum marki tímamót. Almenningi mun standa til boða að kaupa hlut og nemur lágmarksfjárhæðin 100 þúsund krónum að markaðsvirði. Veistu til þess að það verði búið þannig um hnútana að komið verði í veg fyrir að einstakir fjársterkir aðilar geti keypt stóra hluti t.d með framsali frá einstaklingum með aðferð sem kölluð hefur verið „kennitölusöfnun“ ? „Það er nú þannig að þegar félag fer á markað þá er frjálst framsal hluta á markaði heimilt. Þannig að í sjálfu sér kemur ekkert í veg fyrir að aðilar minnki hlut sinn eða auki við hann, en þó ber að geta þess að hér gilda yfirtökureglur þannig að á þessu eru mjög ákveðin takmörk,“ segir Páll. Forstjóri Kauphallarinnar vonast til þess að innan tíðar skapist að nýju blómlegur markaður með hlutabréf í Kauphöllinni. Hann segist finna fyrir miklum áhuga hjá fjárfestum. „Ekki síst lífeyrissjóðunum sem þurfa á svona markaði að halda. Það er mikil uppsöfnuð þörf og við finnum jafnan fyrir miklum áhuga hjá fyrirtækjunum sjálfum. Þannig að ég er mjög bjartsýnn,“ segir Páll. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira