Háir vextir og óvissa hamla fjárfestingum 15. apríl 2010 14:20 Rúmlega 70% forsvarsmanna í fyrirtækjum með 26-500 starfsmenn telja umtalsverða vaxtalækkun hvetja til fjárfestinga. Rúmlega sex af hverjum tíu (62%) forsvarsmanna aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins (SA) telja að umtalsverð lækkun stýrivaxta og samsvarandi lækkun útlánsvaxta banka myndi hvetja fyrirtæki þeirra til fjárfestinga.Fjallað er um málið á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins en þar segir að þessar niðurstöður komi fram í könnun sem SA létu gera meðal aðildarfyrirtækja í byrjun apríl 2010. Þetta er sama niðurstaða og fram kom í sams konar könnun SA í október 2009. Meira en fjórir af hverjum fimm forsvarsmanna veitufyrirtækja svöruðu spurningunni játandi og þrír af hverjum fjórum í ferðaþjónustu. Meirihluti stjórnenda í öllum atvinnugreinum telur að umtalsverð lækkun vaxta muni örva fjárfestingu.Rúmlega 70% forsvarsmanna í fyrirtækjum með 26-500 starfsmenn telja umtalsverða vaxtalækkun hvetja til fjárfestinga, rúmlega 60% í fyrirtækjum með 6-25 starfsmenn, rúmlega 50% með færri en 5 starfsmenn en einungis þriðjungur forsvarsmanna fyrirtækja með fleiri en 500 starfsmenn álíta að svo sé.Forsvarsmenn fyrirtækjanna voru beðnir um að raða sjö skýringum á því hvað einkum hamli fjárfestingum í atvinnulífinu. Þær skýringar, sem taldar voru upp í stafrófsröð, voru eftirfarandi: Áhættufælni fyrirtækisins, háir vextir, lítil eftirspurn í hagkerfinu, mikil skuldsetning fyrirtækisins, óvissa um rekstrarumhverfi, skertur aðgangur að innlendu lánsfé og skertur aðgangur að erlendu lánsfé.Flestir (31%) töldu háa vexti skipta mestu máli en fast þar á eftir kom óvissa um rekstrarumhverfi (25%). 12-13% töldu hverja skýringanna litla eftirspurn í hagkerfinu, mikla skuldsetningu og skertan aðgang að lánsfé vera mikilvægastar og lestina rak skertur aðgangur að erlendu lánsfé. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Rúmlega sex af hverjum tíu (62%) forsvarsmanna aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins (SA) telja að umtalsverð lækkun stýrivaxta og samsvarandi lækkun útlánsvaxta banka myndi hvetja fyrirtæki þeirra til fjárfestinga.Fjallað er um málið á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins en þar segir að þessar niðurstöður komi fram í könnun sem SA létu gera meðal aðildarfyrirtækja í byrjun apríl 2010. Þetta er sama niðurstaða og fram kom í sams konar könnun SA í október 2009. Meira en fjórir af hverjum fimm forsvarsmanna veitufyrirtækja svöruðu spurningunni játandi og þrír af hverjum fjórum í ferðaþjónustu. Meirihluti stjórnenda í öllum atvinnugreinum telur að umtalsverð lækkun vaxta muni örva fjárfestingu.Rúmlega 70% forsvarsmanna í fyrirtækjum með 26-500 starfsmenn telja umtalsverða vaxtalækkun hvetja til fjárfestinga, rúmlega 60% í fyrirtækjum með 6-25 starfsmenn, rúmlega 50% með færri en 5 starfsmenn en einungis þriðjungur forsvarsmanna fyrirtækja með fleiri en 500 starfsmenn álíta að svo sé.Forsvarsmenn fyrirtækjanna voru beðnir um að raða sjö skýringum á því hvað einkum hamli fjárfestingum í atvinnulífinu. Þær skýringar, sem taldar voru upp í stafrófsröð, voru eftirfarandi: Áhættufælni fyrirtækisins, háir vextir, lítil eftirspurn í hagkerfinu, mikil skuldsetning fyrirtækisins, óvissa um rekstrarumhverfi, skertur aðgangur að innlendu lánsfé og skertur aðgangur að erlendu lánsfé.Flestir (31%) töldu háa vexti skipta mestu máli en fast þar á eftir kom óvissa um rekstrarumhverfi (25%). 12-13% töldu hverja skýringanna litla eftirspurn í hagkerfinu, mikla skuldsetningu og skertan aðgang að lánsfé vera mikilvægastar og lestina rak skertur aðgangur að erlendu lánsfé.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira