Viðskipti innlent

Horfum fram á sársaukafulla skerðingu á lífeyrisréttindum

Sigríður Mogensen skrifar
„Þannig eru afskriftir vegna tapa að koma fram í meira mæli nú en áður var þannig að það stefnir í sársaukafulla skerðingu á réttindum."
„Þannig eru afskriftir vegna tapa að koma fram í meira mæli nú en áður var þannig að það stefnir í sársaukafulla skerðingu á réttindum."

Fjármálaráðherra segir að landsmenn horfi fram á sársaukafulla skerðingu á lífeyrisréttindum, þar sem tap sjóðanna af efnahagshruninu hér á landi 2008 sé nú að koma fram af fullum þunga.

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur ákveðið að leggja til við aðildarsamtök sjóðsins að lækka greiðslur til lífeyrisþega um 10% frá og með 1. júlí 2010 og að áunnin lífeyrisréttindi sjóðfélaga verði lækkuð um 10% frá 1. janúar 2010. Þessi ráðstöfun er bein afleiðing yfirstandandi fjármálakreppu sem hefur komið niður á ávöxtun eigna sjóðsins.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun að landsmenn sjái fram á sársaukafulla skerðingu á lífeyrisréttindum:.

"Það er því miður alveg rétt að það stefnir í að margir af almennu lífeyrissjóðunum þurfa að skerða réttindi nú á þessu vori, einfaldlega vegna þess að nú er áfallið að koma fram, töp lífeyrissjóðanna vegna efnahagshrunsins eru að birtast," segir Steingrímur.

„Þannig eru afskriftir vegna tapa að koma fram í meira mæli nú en áður var þannig að það stefnir í sársaukafulla skerðingu á réttindum."














Fleiri fréttir

Sjá meira


×