Viðskipti innlent

Atvinnuleysið í mars meira en á sama tíma í fyrra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atvinnuleysið var meira í mars núna en í fyrra. Mynd/ GVAþ
Atvinnuleysið var meira í mars núna en í fyrra. Mynd/ GVAþ
Skráð atvinnuleysi í mars var 9,3% eða að meðaltali 15.059 manns og breytist atvinnuleysi lítið frá febrúar, fjölgar um 33 manns að meðaltali. Á sama tíma í fyrra var atvinnuleysi 8,9% eða 14.546 að meðaltali.

Atvinnuleysið er 9,9% á höfuðborgarsvæðinu en 8,1% á landsbyggðinni. Mest er það á Suðurnesjum 14,9% en minnst á Vestfjörðum 3,2%. Atvinnuleysið er 10,2% meðal karla og 8,1% meðal kvenna, eða óbreytt frá fyrra mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×