OR og Mitsubishi í samstarf á heimsvísu 15. apríl 2010 11:48 Þeir Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður OR, Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri, og Ichiro Fukue, aðstoðarforstjóri MHI, undirrituðu yfirlýsinguna. Fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Mitsubishi Heavy Industries (MHI) undirrituðu í dag í sendiráði Íslands í Tókýó viljayfirlýsingu um samstarf fyrirtækjanna tveggja við jarðhitanýtingu á heimsvísu og innleiðingu visthæfra orkugjafa í samgöngum hér á landi.Í tilkynningu segir að þeir Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður OR, Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri, og Ichiro Fukue, aðstoðarforstjóri MHI, undirrituðu yfirlýsinguna.Samstarf OR og MHI á sér tveggja áratuga sögu, til þess að Japanirnir tóku að sér smíði aflvéla Nesjavallavirkjunar. MHI varð einnig hlutskarpast í útboði á smíðum véla fyrir Hellisheiðarvirkjun og á síðustu misserum hefur samstarfið einnig þróast yfir á svið visthæfra samgangna. Hafa fulltrúar MHI m.a. komið hingað til lands til að kynna hugmyndir fyrirtækisins um rafbílavæðingu og framleiðslu gervieldsneytisins DME með jarðhita. Þá á Mitsubishi í formlegu samstarfi við iðnaðarráðuneytið um visthæfar samgöngur.OR á aðild að erlendum jarðhitaverkefnum og mun nú fá MHI til liðs við sig til að þróa þau frekar. Mikil eftirspurn er eftir umhverfisvænni orku og þekkingu á þróun hennar. OR leggja til samstarfsins þekkingu starfsfólks fyrirtækisins og tengsl við önnur fyrirtæki hér á landi á sviði jarðhitanýtingar. Má þar nefna Íslenskar orkurannsóknir, Jarðboranir, verkfræðistofurnar Mannvit, Eflu og Verkís og arkitektastofunar T.ark og Landslag. OR hefur unnið með öllum þessum aðilum, auk MHI, við byggingu virkjana sinna.Samstarfið mun miða að því að finna tækifæri til nýtingar jarðhita, rannsóknum á auðlindum og mati á afkastagetu þeirra, ráðgjöf við byggingu, útvegun búnaðar og ráðgjafar byggðri á áratugalangri farsælli reynslu OR af rekstri jarðvarmavirkjana.OR hefur rekið rafbíla í tilraunaskyni allt frá árinu 1998. Á næstu vikum mun móðurfélag MHI, Mitsubishi Corporation, senda hingað til lands tvo rafbíla af gerðinni iMiEV og verða þeir nýttir hér á landi til að þróa frekar hugmyndir og aðferðir um upptöku vithæfrar orku í samgöngum. Þá miðar viljayfirlýsingin einnig að því að nýta orku og útblástur jarðgufuvirkjana til framleiðslu á visthæfu eldsneyti, sem nýta má á hefðbundnar bílvélar. MHI hefur tekið þátt í þróun aðferða við framleiðslu DME (dímetýl eter) og hyggur nú á samstarf við OR í sama skyni.OR hefur frá mars 2009 átt í góðu samstarfi við sendiráð Íslands í Tókýó varðandi undirbúning þessarar viljayfirlýsingar. Þá áttu forsvarsmenn OR fundi með ýmsum fulltrúum japanskra stjórnvalda og japanskra fyrirtækja, þ.á.m. MHI. Framhald varð á fundum OR og MHI í tengslum við ráðstefnuna Driving Sustainability síðastliðið haust, þegar Ichiro Fukue kom hingað til lands og kynnti hugmyndir fyrirtækisins um innleiðingu visthæfra orkugjafa í samgöngum.Viljayfirlýsingin var rædd á tveimur fundum stjórnar OR og samþykkt einróma af stjórn 26. mars sl. Undanfarna daga hefur sendiráð Íslands skipulagt fundi fulltrúa OR í Tókýó með stjórnmálamönnum úr ríkisstjórn Japans, embættismönnum úr iðnaðarráðuneytinu, stjórnendum stærsta þróunarbanka Japans, fulltrúum stærsta orkufyrirtækisins, formanni samtaka orkufyrirtækja og þekktum sérfræðingum á sviði jarðvarma. Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Mitsubishi Heavy Industries (MHI) undirrituðu í dag í sendiráði Íslands í Tókýó viljayfirlýsingu um samstarf fyrirtækjanna tveggja við jarðhitanýtingu á heimsvísu og innleiðingu visthæfra orkugjafa í samgöngum hér á landi.Í tilkynningu segir að þeir Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður OR, Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri, og Ichiro Fukue, aðstoðarforstjóri MHI, undirrituðu yfirlýsinguna.Samstarf OR og MHI á sér tveggja áratuga sögu, til þess að Japanirnir tóku að sér smíði aflvéla Nesjavallavirkjunar. MHI varð einnig hlutskarpast í útboði á smíðum véla fyrir Hellisheiðarvirkjun og á síðustu misserum hefur samstarfið einnig þróast yfir á svið visthæfra samgangna. Hafa fulltrúar MHI m.a. komið hingað til lands til að kynna hugmyndir fyrirtækisins um rafbílavæðingu og framleiðslu gervieldsneytisins DME með jarðhita. Þá á Mitsubishi í formlegu samstarfi við iðnaðarráðuneytið um visthæfar samgöngur.OR á aðild að erlendum jarðhitaverkefnum og mun nú fá MHI til liðs við sig til að þróa þau frekar. Mikil eftirspurn er eftir umhverfisvænni orku og þekkingu á þróun hennar. OR leggja til samstarfsins þekkingu starfsfólks fyrirtækisins og tengsl við önnur fyrirtæki hér á landi á sviði jarðhitanýtingar. Má þar nefna Íslenskar orkurannsóknir, Jarðboranir, verkfræðistofurnar Mannvit, Eflu og Verkís og arkitektastofunar T.ark og Landslag. OR hefur unnið með öllum þessum aðilum, auk MHI, við byggingu virkjana sinna.Samstarfið mun miða að því að finna tækifæri til nýtingar jarðhita, rannsóknum á auðlindum og mati á afkastagetu þeirra, ráðgjöf við byggingu, útvegun búnaðar og ráðgjafar byggðri á áratugalangri farsælli reynslu OR af rekstri jarðvarmavirkjana.OR hefur rekið rafbíla í tilraunaskyni allt frá árinu 1998. Á næstu vikum mun móðurfélag MHI, Mitsubishi Corporation, senda hingað til lands tvo rafbíla af gerðinni iMiEV og verða þeir nýttir hér á landi til að þróa frekar hugmyndir og aðferðir um upptöku vithæfrar orku í samgöngum. Þá miðar viljayfirlýsingin einnig að því að nýta orku og útblástur jarðgufuvirkjana til framleiðslu á visthæfu eldsneyti, sem nýta má á hefðbundnar bílvélar. MHI hefur tekið þátt í þróun aðferða við framleiðslu DME (dímetýl eter) og hyggur nú á samstarf við OR í sama skyni.OR hefur frá mars 2009 átt í góðu samstarfi við sendiráð Íslands í Tókýó varðandi undirbúning þessarar viljayfirlýsingar. Þá áttu forsvarsmenn OR fundi með ýmsum fulltrúum japanskra stjórnvalda og japanskra fyrirtækja, þ.á.m. MHI. Framhald varð á fundum OR og MHI í tengslum við ráðstefnuna Driving Sustainability síðastliðið haust, þegar Ichiro Fukue kom hingað til lands og kynnti hugmyndir fyrirtækisins um innleiðingu visthæfra orkugjafa í samgöngum.Viljayfirlýsingin var rædd á tveimur fundum stjórnar OR og samþykkt einróma af stjórn 26. mars sl. Undanfarna daga hefur sendiráð Íslands skipulagt fundi fulltrúa OR í Tókýó með stjórnmálamönnum úr ríkisstjórn Japans, embættismönnum úr iðnaðarráðuneytinu, stjórnendum stærsta þróunarbanka Japans, fulltrúum stærsta orkufyrirtækisins, formanni samtaka orkufyrirtækja og þekktum sérfræðingum á sviði jarðvarma.
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun