Stjörnurnar yfirgefa þýsku deildina sem er ekki lengur sögð sú besta í heimi Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. ágúst 2018 13:00 Nikola Karabatic var einn af þeim fyrstu sem fór fyrir tæpum áratug. vísir/getty Þýski handboltinn hefst í kvöld þegar að Þýskalandsmeistarar Rhein-Neckar Löwen mæta bikarmeisturum Flensburg í leiknum um meistara meistaranna en þar verða Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson í eldlínunni með Ljónunum. Deildin sjálf hefst svo um helgina en hún stendur á ákveðnum tímamótum því í fyrsta sinn í 22 ár verður enginn franskur leikmaður í þýsku 1. deildinni í handbolta sem hefur verið og markaðssett sig sem sterkustu deild í heimi. Leikstjórnandinn Kentin Mahé var síðasti Frakkinn til að yfirgefa þýska boltann en hann er nú farinn til Veszprém í Ungverjalandi. Fjallað er ítarlega um þessi tímamót á frönsku handboltasíðunni HandNews.fr þar sem efast er um að þýska deildin geti áfram kallast sú sterkasta í heimi.Die Handball Bundesliga geht wieder los. Morgen -> SuperCup in Düsseldorf: Löwen - Flensburg Endlich startet sie wieder , die stärkste Liga der Welt ALLE Spiele live auf SKY #dkbhbl#skyhandballpic.twitter.com/EFzKZIqyB2 — Stefan Kretzschmar (@73Kretzschmar) August 21, 2018 Franska deildin virðist vera að taka yfir en þrjú frönsk lið voru í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Til marks um fall þýsku liðanna í Meistaradeildinni hefur aðeins eitt þeirra, Kiel, komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar undanfarin fjögur ár. Tvö undanfarin tímabil hefur ekkert þýskt lið komist í Final Four í Meistaradeildinni en þýsku liðin unnu keppnina fimm sinnum á átta árum frá 2007-2014 og voru þá reglulega tvö lið frá Þýskalandi í undanúrslitum. „Þetta eru ekki bara Frakkarnir. Slóvenarnir fjölmenna ekki lengur til Þýskalands og og bestu Króatarnir eru ekki heldur þar fyrir utan nokkrar undantekningar. Þýskaland er ekki fyrsta val bestu handboltamanna heims lengur,“ segir franski handboltasérfræðingurinn François-Xavier Houlet. Þýska deildin missti mikið af stjörnum í sumar. Svíinn Kim Ekdahl du Rietz og Daninn Henrik Toft Hansen fóru til PSG frá Löwen og Flensburg, Rene Toft Hansen fór frá Kiel til Veszprém en þangað fóru einnig Kentin Mahé og Petar Nenadic. „Áður fyrr fóru allir bestu leikmennirnir eins og Jackson Richardson, Talant Dujshebaev, Daniel Narcisse, Nikola Karabatic, Momir Ilic og Filip Jicha til Þýskalands en þeir dagar eru taldir,“ sagði í grein Handball Woche um stjörnumissinn úr þýsku deildinni. Handbolti Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira
Þýski handboltinn hefst í kvöld þegar að Þýskalandsmeistarar Rhein-Neckar Löwen mæta bikarmeisturum Flensburg í leiknum um meistara meistaranna en þar verða Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson í eldlínunni með Ljónunum. Deildin sjálf hefst svo um helgina en hún stendur á ákveðnum tímamótum því í fyrsta sinn í 22 ár verður enginn franskur leikmaður í þýsku 1. deildinni í handbolta sem hefur verið og markaðssett sig sem sterkustu deild í heimi. Leikstjórnandinn Kentin Mahé var síðasti Frakkinn til að yfirgefa þýska boltann en hann er nú farinn til Veszprém í Ungverjalandi. Fjallað er ítarlega um þessi tímamót á frönsku handboltasíðunni HandNews.fr þar sem efast er um að þýska deildin geti áfram kallast sú sterkasta í heimi.Die Handball Bundesliga geht wieder los. Morgen -> SuperCup in Düsseldorf: Löwen - Flensburg Endlich startet sie wieder , die stärkste Liga der Welt ALLE Spiele live auf SKY #dkbhbl#skyhandballpic.twitter.com/EFzKZIqyB2 — Stefan Kretzschmar (@73Kretzschmar) August 21, 2018 Franska deildin virðist vera að taka yfir en þrjú frönsk lið voru í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Til marks um fall þýsku liðanna í Meistaradeildinni hefur aðeins eitt þeirra, Kiel, komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar undanfarin fjögur ár. Tvö undanfarin tímabil hefur ekkert þýskt lið komist í Final Four í Meistaradeildinni en þýsku liðin unnu keppnina fimm sinnum á átta árum frá 2007-2014 og voru þá reglulega tvö lið frá Þýskalandi í undanúrslitum. „Þetta eru ekki bara Frakkarnir. Slóvenarnir fjölmenna ekki lengur til Þýskalands og og bestu Króatarnir eru ekki heldur þar fyrir utan nokkrar undantekningar. Þýskaland er ekki fyrsta val bestu handboltamanna heims lengur,“ segir franski handboltasérfræðingurinn François-Xavier Houlet. Þýska deildin missti mikið af stjörnum í sumar. Svíinn Kim Ekdahl du Rietz og Daninn Henrik Toft Hansen fóru til PSG frá Löwen og Flensburg, Rene Toft Hansen fór frá Kiel til Veszprém en þangað fóru einnig Kentin Mahé og Petar Nenadic. „Áður fyrr fóru allir bestu leikmennirnir eins og Jackson Richardson, Talant Dujshebaev, Daniel Narcisse, Nikola Karabatic, Momir Ilic og Filip Jicha til Þýskalands en þeir dagar eru taldir,“ sagði í grein Handball Woche um stjörnumissinn úr þýsku deildinni.
Handbolti Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira