Lífið

Tom Hanks með sykursýki

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Stórleikarinn Tom Hanks greindi frá því í viðtali í þætti David Letterman að hann væri með tegund tvö af sykursýki. Þessi 57 ára gamli leikari hefur verið að glíma við of háan blóðsykur í langan tíma og svo virðist sem að Hanks hafi ekki hugsað nógu vel um sjálfan sig.

„Ég fór til læknis og hann sagði að ég væri búinn að útskrifast - að núna væri ég kominn með sykursýki 2,“ sagði Hanks. Þessi tegund af sykursýki getur leitt til fjölmargra heilsukvilla. Líkur á hjartaáfalli eða heilablóðfalli aukast sem dæmi talsvert.

Hanks er þrátt fyrir þetta bjartsýnn og segir að hann geti lifað með sjúkdómnum. „Við munum öll að lokum deyja úr eitthverju,“ sagði Hanks sem kynnti nýjustu kvikmynd sína, Captain Phillips í þættinum hjá Letterman.

Talið er að um 24 milljónir manna séu með sykursýki 2 í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.