Leikskólinn okkar Brynhildur Björnsdóttir skrifar 19. nóvember 2010 05:30 Þegar við stóðum frammi fyrir því fjölskyldan að sækja um leikskóla í fyrsta sinn ákváðum við að gera könnun á ánægju foreldra með leikskóla almennt. Fyrr en varði stóð ég í stórum hópi foreldra sem ræddu leikskóla barnanna sinna fram og aftur og töldu upp kosti og galla hvers skóla fyrir sig. Gallarnir voru reyndar hverfandi og í raun voru þetta hálfgerðar söluræður þar sem foreldrin reyndu hvert um annað þvert að sannfæra mig um að mínu barni væri best borgið á leikskólanum þar sem þeirra börn voru. Foreldrunum var enginn persónulegur hagur í því að barnið mitt færi á sama leikskóla og börnin þeirra. Þau voru bara svo ánægð með að fá loksins tækifæri til að hrósa því sem vel var gert og lýsa hamingju sinni með staðinn þar sem börnin okkar allra dvelja átta tíma á dag. Af þessari mjög svo óformlegu könnun dró ég þá ályktun að langflestir foreldrar væru yfir sig ánægðir með leikskóla barnanna sinna. Dætur mínar enduðu svo á frábærum leikskóla þar sem sumt starfsfólkið hefur verið áratugum saman og hinn góði starfsandi skilar sér beint í vellíðan barnanna. Og það er það sem skiptir máli. Að börnum líði vel. Börn sem líður vel verða að sjálfsöruggu og skapandi fólki, fólki sem skilar samfélaginu öllu því sem fjárfest var í æsku þeirra og meira til. Það sem skapar góðan leikskóla er ánægt starfsfólk sem vinnur saman að þessu sameiginlega markmiði okkar allra. Lykilatriði í góðum starfsanda er góður og virkur yfirmaður. Og leikskólastjóri er miklu meira en skrifstofuliði sem fyllir út eyðublöð og heldur utan um kostnaðaráætlanir. Leikskólastjórar ganga inn á allar deildir ef starfsfólk vantar og fresta því þannig og koma jafnvel í veg fyrir að þurfi að senda börn heim vegna veikinda. Þeir skúra gólf, þvo þvotta, skrifa skýrslur, tala við foreldra, elda mat, þvo hendur og snýta. Góður leikskólastjóri þekkir börnin, og foreldrana líka, og er jafnfær um að hlúa að öllum og slá þannig litla, persónulega skjaldborg um barnafjölskyldur. Frammi liggja tillögur hjá Reykjavíkurborg um að sameina yfirstjórn leikskóla í borginni í sparnaðar- og hagræðingarskyni. Það á að skipta virka leikskólastjóranum út fyrir framkvæmdastjóra sem hefur á sinni könnu ópersónulegan rekstur nokkurra eininga á vegum borgarinnar. Ég held að það skili engu nema verri leikskóla. Og verri leikskólar skila óhamingjusamari fjölskyldum. Það er lítill sparnaður í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Þegar við stóðum frammi fyrir því fjölskyldan að sækja um leikskóla í fyrsta sinn ákváðum við að gera könnun á ánægju foreldra með leikskóla almennt. Fyrr en varði stóð ég í stórum hópi foreldra sem ræddu leikskóla barnanna sinna fram og aftur og töldu upp kosti og galla hvers skóla fyrir sig. Gallarnir voru reyndar hverfandi og í raun voru þetta hálfgerðar söluræður þar sem foreldrin reyndu hvert um annað þvert að sannfæra mig um að mínu barni væri best borgið á leikskólanum þar sem þeirra börn voru. Foreldrunum var enginn persónulegur hagur í því að barnið mitt færi á sama leikskóla og börnin þeirra. Þau voru bara svo ánægð með að fá loksins tækifæri til að hrósa því sem vel var gert og lýsa hamingju sinni með staðinn þar sem börnin okkar allra dvelja átta tíma á dag. Af þessari mjög svo óformlegu könnun dró ég þá ályktun að langflestir foreldrar væru yfir sig ánægðir með leikskóla barnanna sinna. Dætur mínar enduðu svo á frábærum leikskóla þar sem sumt starfsfólkið hefur verið áratugum saman og hinn góði starfsandi skilar sér beint í vellíðan barnanna. Og það er það sem skiptir máli. Að börnum líði vel. Börn sem líður vel verða að sjálfsöruggu og skapandi fólki, fólki sem skilar samfélaginu öllu því sem fjárfest var í æsku þeirra og meira til. Það sem skapar góðan leikskóla er ánægt starfsfólk sem vinnur saman að þessu sameiginlega markmiði okkar allra. Lykilatriði í góðum starfsanda er góður og virkur yfirmaður. Og leikskólastjóri er miklu meira en skrifstofuliði sem fyllir út eyðublöð og heldur utan um kostnaðaráætlanir. Leikskólastjórar ganga inn á allar deildir ef starfsfólk vantar og fresta því þannig og koma jafnvel í veg fyrir að þurfi að senda börn heim vegna veikinda. Þeir skúra gólf, þvo þvotta, skrifa skýrslur, tala við foreldra, elda mat, þvo hendur og snýta. Góður leikskólastjóri þekkir börnin, og foreldrana líka, og er jafnfær um að hlúa að öllum og slá þannig litla, persónulega skjaldborg um barnafjölskyldur. Frammi liggja tillögur hjá Reykjavíkurborg um að sameina yfirstjórn leikskóla í borginni í sparnaðar- og hagræðingarskyni. Það á að skipta virka leikskólastjóranum út fyrir framkvæmdastjóra sem hefur á sinni könnu ópersónulegan rekstur nokkurra eininga á vegum borgarinnar. Ég held að það skili engu nema verri leikskóla. Og verri leikskólar skila óhamingjusamari fjölskyldum. Það er lítill sparnaður í því.