Eign Landic Property á Amager til sölu fyrir 20 milljarða 19. nóvember 2010 08:35 Eign í eigu þrotabús íslenska fasteignafélagsins Landic Property á Amager í Kaupmannahöfn er nú til sölu. Verðmæti hennar er metið á tæpan milljarð danskra kr. eða um 20 milljarða kr. Eignin sem hér um ræðir er kölluð SAS húsin á Amager en um er að ræða fjögur hús sem flugfélagið leigir undir starfsemi sína þar á meðal hótel. Hún er í eigu þrotabús Landic Property Bonds I. Í frétt um málið á business.dk segir að fjárfestirinn Ole Vagner hafi mikinn áhuga á að kaupa þessa eign en hann hefur reynt það áður án árangurs. Landic Protperty var meðal annars stofnað í kringum kaupin á fasteignafélaginu Keops sem var áður í eigu Vagner. Keops kemur við sögu bæði í rannsókn og húsleitum sérstaks saksóknara í vikunni sem og málinu sem slitastjórn Glitnis rekur gegn svokölluðum sjömenningum í New York. Nú er formlegt söluferli á SAS húsunum hafin en skiptastjóri þrotabús Landic Property Bonds I segir í tilkynningu að þrotabúið telji best að nýir eigendur taki við rekstrinum á þessari eign. Bygging SAS húsanna var fjármögnuð með 618 milljón danskra kr. láni frá þýskum banka. Þar að auki voru skuldabréf upp á 150 milljónir danskra kr. seld fjárfestum en eigið fé þrotabúsins er um 112 milljónir danskra kr. Í allt er um 989 milljónir danskra kr. að ræða sem þrotabúið vill fá fyrir þessa eign. Ole Vagner segir í samtali við business.dk að hann hafi áhuga á að kaupa eignina enda hafi hann reynt það áður. Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Eign í eigu þrotabús íslenska fasteignafélagsins Landic Property á Amager í Kaupmannahöfn er nú til sölu. Verðmæti hennar er metið á tæpan milljarð danskra kr. eða um 20 milljarða kr. Eignin sem hér um ræðir er kölluð SAS húsin á Amager en um er að ræða fjögur hús sem flugfélagið leigir undir starfsemi sína þar á meðal hótel. Hún er í eigu þrotabús Landic Property Bonds I. Í frétt um málið á business.dk segir að fjárfestirinn Ole Vagner hafi mikinn áhuga á að kaupa þessa eign en hann hefur reynt það áður án árangurs. Landic Protperty var meðal annars stofnað í kringum kaupin á fasteignafélaginu Keops sem var áður í eigu Vagner. Keops kemur við sögu bæði í rannsókn og húsleitum sérstaks saksóknara í vikunni sem og málinu sem slitastjórn Glitnis rekur gegn svokölluðum sjömenningum í New York. Nú er formlegt söluferli á SAS húsunum hafin en skiptastjóri þrotabús Landic Property Bonds I segir í tilkynningu að þrotabúið telji best að nýir eigendur taki við rekstrinum á þessari eign. Bygging SAS húsanna var fjármögnuð með 618 milljón danskra kr. láni frá þýskum banka. Þar að auki voru skuldabréf upp á 150 milljónir danskra kr. seld fjárfestum en eigið fé þrotabúsins er um 112 milljónir danskra kr. Í allt er um 989 milljónir danskra kr. að ræða sem þrotabúið vill fá fyrir þessa eign. Ole Vagner segir í samtali við business.dk að hann hafi áhuga á að kaupa eignina enda hafi hann reynt það áður.
Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent