Viðskipti innlent

Um 80 milljarða viðsnúningur á þróun viðskiptajöfnuðar

Verulegur viðsnúningur hefur orðið á þróun viðskiptajafnaðar landsins til hins betra. Jöfnuðurinn mældist hagstæður um 29.4 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi ársins. Til samanburður var jöfnuðurinn óhagstæður um tæpa 53 milljarða króna á sama tímabili í fyrra.

Þetta er viðsnúningur upp á um 80 milljarða króna. Þetta kemur fram á vefsíðu Seðlabankans. Afgangur í vöruskiptum við útlönd var rúmlega 21 milljarður kr. og tæplega 35 milljarðar kr. í þjónustuviðskiptum.

Jöfnuður þáttatekna var hins vegar neikvæður um 26,6 milljarða kr. Viðskiptajöfnuður án áhrifa innlánsstofnana í slitameðferð var hagstæður um 49,6 milljarða kr. samanborið við 17,2 milljarða kr. óhagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan.

Halli á þáttatekjum er eins og áður að miklu leyti vegna innlánsstofnana í slitameðferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×