Viðskipti innlent

Yfir 100 jarðir að hluta eða alfarið í eigu erlendra einstaklinga

Erlendir einstaklingar eru meðal eigenda að rúmlega 100 jörðum á Íslandi eða 1,33% af öllum jörðum á Íslandi. Þar af eru 28 jarðir alfarið í eigu erlendra einstaklinga.

Þetta kemur fram í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Ásmundi Einari Daðasyni þingmanni Framsóknarflokksins á Alþingi.

Fram kemur í svarinu að frá árinu 2003 hafi erlendir einstaklingar keypt að fullu 21 jörð. Flest urðu þessi jarðarkaup árið 2006 eða sex talsins. Aðeins ein jörð hefur verið keypt af erlendum einstaklingi í ár og ein í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×