Viðskipti innlent

Slitastjórnir tóku 307 milljarða út úr Seðlabankanum

Innlánsstofnanir í slitameðferð, það er þrotabú stóru bankanna, tóku um 307 milljarða kr. út af reikningum sínum í Seðlabankanum og fluttu á erlenda bankareikninga á þriðja ársfjórðungi ársins.

Þetta hefur talsverð áhrif á nettóskuldir þjóðarbúsins án innlánsstofnana í slitameðferð. Áhrif þessarar aðgerðar á undirliggjandi stöðu þjóðarbúsins eru hinsvegar engin, að því er segir á vefsíðu Seðlabankans.

Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins 2.408 milljörðum kr. og skuldir 3.525 milljörðum kr. Hrein staða því neikvæð um 1.117 milljarða kr. og hækka nettóskuldir um 190 milljarða kr. á milli ársfjórðunga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×