NBA: Sextán sigrar í röð hjá Spurs - þrennur hjá LeBron og Love Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2014 10:30 Stuðningsmenn Spurs í nótt. Vísir/AP San Antonio Spurs hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta og það lítur ekki út fyrir annað en Tim Duncan og félagar verði með besta árangurinn í deildarkeppninni í ár. LeBron James var með þrennu í sigri Miami Heat sem vann einn leik á Indiana Pacers sem tapaði á sama tíma fyrir Washington Wizards. Kevin Love var einnig með þrennu þegar Minnesota skoraði 143 stig á Los Angeles Lakers og Kevin Durant fór í 25 stigin í 37. leiknum í röð.Marco Belinelli skoraði 27 stig og Tim Duncan var með 20 stig þegar San Antonio Spurs vann 133-102 sigur á Denver Nuggets. Spurs er með þriggja leikja forskot á næstbesta liðið í Vesturdeildinni.LeBron James var með 17 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst þegar Miami Heat vann 110-78 sigur á Detroit Pistons en þetta var fyrsta þrenna hans á tímabilinu og sú 37. á ferlinum. James þurfti að skila sínu því Miami-liðið lék án þeirra Dwyane Wade, Mario Chalmers, Ray Allen og Greg Oden. Chris Bosh skoraði 15 stig fyrir Miami.Kevin Love skoraði 22 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann 143-107 sigur á Los Angeles Lakers. Nikola Pekovic skoraði 26 stig fyrir Minnesota og hitti úr 9 af 10 skotum sínum. Steve Nash spilaði með Lakers (4 stig og 6 stoðsendingar á 14 mínútum) en það hjálpaði lítið.Kevin Durant var með 29 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 94-81 sigur á Sacramento Kings en hann hvíldi allan fjórða leikhlutann. Þetta var 37. leikurinn í röð sem Durant skorar 25 stig eða meira og vantar hann nú aðeins þrjá leiki í viðbót til að jafna afrek Michael Jordan frá 1986-87 tímabilinu. Russell Westbrook skoraði 18 stig fyrir Thunder-liðið sem hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum.John Wall skoraði 20 stig fyrir Washington Wizards í 91-78 sigri á toppliði Austurdeildarinnar, Indian Pacers. Marcin Gortat var með 17 stig og 12 fráköst fyrir Washington-liðið sem hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum fyrir Indiana með samtals 47 stigum. Paul George skoraði 19 stig fyrir Indiana og Lance Stephenson var með 13 stig og 14 fráköst en þetta var fjórða tap liðsins í röð á útivelli.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Orlando Magic - Charlotte Bobcats 110-105 (framlenging) Toronto Raptors - Boston Celtics 105-103 Washington Wizards - Indiana Pacers 91-78 Brooklyn Nets - Cleveland Cavaliers 108-97 Detroit Pistons - Miami Heat 78-110 Chicago Bulls - Portland Trail Blazers 74-91 Minnesota Timberwolves - LA Lakers 143-107 New Orleans Pelicans - Utah Jazz 102-95 Oklahoma City Thunder - Sacramento Kings 94-81 Denver Nuggets - San Antonio Spurs 102-133 Phoenix Suns - New York Knicks 112-88 Golden State Warriors - Memphis Grizzlies 100-93Staðan í NBA-deildinni: NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
San Antonio Spurs hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta og það lítur ekki út fyrir annað en Tim Duncan og félagar verði með besta árangurinn í deildarkeppninni í ár. LeBron James var með þrennu í sigri Miami Heat sem vann einn leik á Indiana Pacers sem tapaði á sama tíma fyrir Washington Wizards. Kevin Love var einnig með þrennu þegar Minnesota skoraði 143 stig á Los Angeles Lakers og Kevin Durant fór í 25 stigin í 37. leiknum í röð.Marco Belinelli skoraði 27 stig og Tim Duncan var með 20 stig þegar San Antonio Spurs vann 133-102 sigur á Denver Nuggets. Spurs er með þriggja leikja forskot á næstbesta liðið í Vesturdeildinni.LeBron James var með 17 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst þegar Miami Heat vann 110-78 sigur á Detroit Pistons en þetta var fyrsta þrenna hans á tímabilinu og sú 37. á ferlinum. James þurfti að skila sínu því Miami-liðið lék án þeirra Dwyane Wade, Mario Chalmers, Ray Allen og Greg Oden. Chris Bosh skoraði 15 stig fyrir Miami.Kevin Love skoraði 22 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann 143-107 sigur á Los Angeles Lakers. Nikola Pekovic skoraði 26 stig fyrir Minnesota og hitti úr 9 af 10 skotum sínum. Steve Nash spilaði með Lakers (4 stig og 6 stoðsendingar á 14 mínútum) en það hjálpaði lítið.Kevin Durant var með 29 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 94-81 sigur á Sacramento Kings en hann hvíldi allan fjórða leikhlutann. Þetta var 37. leikurinn í röð sem Durant skorar 25 stig eða meira og vantar hann nú aðeins þrjá leiki í viðbót til að jafna afrek Michael Jordan frá 1986-87 tímabilinu. Russell Westbrook skoraði 18 stig fyrir Thunder-liðið sem hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum.John Wall skoraði 20 stig fyrir Washington Wizards í 91-78 sigri á toppliði Austurdeildarinnar, Indian Pacers. Marcin Gortat var með 17 stig og 12 fráköst fyrir Washington-liðið sem hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum fyrir Indiana með samtals 47 stigum. Paul George skoraði 19 stig fyrir Indiana og Lance Stephenson var með 13 stig og 14 fráköst en þetta var fjórða tap liðsins í röð á útivelli.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Orlando Magic - Charlotte Bobcats 110-105 (framlenging) Toronto Raptors - Boston Celtics 105-103 Washington Wizards - Indiana Pacers 91-78 Brooklyn Nets - Cleveland Cavaliers 108-97 Detroit Pistons - Miami Heat 78-110 Chicago Bulls - Portland Trail Blazers 74-91 Minnesota Timberwolves - LA Lakers 143-107 New Orleans Pelicans - Utah Jazz 102-95 Oklahoma City Thunder - Sacramento Kings 94-81 Denver Nuggets - San Antonio Spurs 102-133 Phoenix Suns - New York Knicks 112-88 Golden State Warriors - Memphis Grizzlies 100-93Staðan í NBA-deildinni:
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira