Fyrsta leik af 36 lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2009 11:30 Pak Nam-Chol tekur skot að marki. Nordic Photos / AFP Í morgun fór fram leikur Norður-Kóreu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna í undankeppni HM 2010 í Asíu en það var sá fyrsti af 36 slíkum leikjum sem fara fram í fimm heimsálfum í dag. Norður-Kórea vann leikinn, 2-0, með mörkum Pak Nam-Chol á 51. mínútu og Mun In-Guk í uppbótartíma leiksins. Þar með tryggði Norður-Kórea sér efsta sæti B-riðils í undankeppninni í Asíu og er tveimur stigum á undan grönnum sínum í Suður-Kóreu sem eiga leik til góða. Þeir eru reyndar í fríi í dag en hinn leikur riðilsins er viðureign Íran og Sádí-Arabíu. Tvö efstu liðin úr bæði A- og B-riðli komast áfram á HM í Suður-Afríku á næsta ári og verður að teljast líklegt miðað við núverandi stöðu liðanna að það verði Norður- og Suður-Kórea. Norður-Kórea er nú að taka þátt í undankeppni HM í fyrsta sinn síðan 1994. Norður-Kóreumenn hafa einu sinni komist í úrslitakeppni HM og þá slógu þeir í gegn. Það var í keppninni sem fór fram í Englandi árið 1966 og komst liðið alla leið í fjórðungsúrslit. Unnu þeir frækinn sigur á Ítalíu sem sátu eftir í riðlakeppninni með sárt ennið. Þeir urðu svo að sætta sig við 5-3 tap fyrir Portúgal í fjórðungsúrslitunum þar sem sjálfur Eusebio skoraði fjögur markanna. Alls fara 20 leikir fram í undankeppni HM í Evrópu í dag. Ísland er þó ekki að keppa enda í eina riðlinum í Evrópu sem ekki telur sex lið - heldur fimm. Það er því oftar frí hjá liðum þess riðils en annarra í álfunni. Aðeins einn leikur fer fram í íslenska riðlinum er Holland tekur á móti Skotlandi. Þrír leikir fara fram í Suður-Ameríku, sex í Afríku, fjórir í Asíu og þrír í Norður- og Mið-Ameríku í dag. Aðeins eitt álfusamband Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, hefur klárað sína undankeppni. Það er Knattspyrnusamband Eyjaálfu. Nýja-Sjáland bar sigur úr býtum þar og mætir liðinu sem verður í fimmta sæti í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku bæði heima og að heiman um eitt laust sæti í Suður-Afríku. Þeir leikir fara fram í nóvember næstkomandi. Þess má geta að Ástralía keppir nú í fyrsta sinn í undankeppni HM í Asíu þó landið tilheyri vissulega Eyjaálfu. Þar keppir liðið í A-riðli og er enn taplaust eftir fjóra leiki og með tveggja stiga forystu á Japan. Japan getur reyndar komist á topp riðilsins með sigri á Barein í dag en Ástralir eru í fríi þennan laugardaginn. Hægt er að fylgjast með öllum leikjum dagsins á heimasíðu FIFA. Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Í morgun fór fram leikur Norður-Kóreu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna í undankeppni HM 2010 í Asíu en það var sá fyrsti af 36 slíkum leikjum sem fara fram í fimm heimsálfum í dag. Norður-Kórea vann leikinn, 2-0, með mörkum Pak Nam-Chol á 51. mínútu og Mun In-Guk í uppbótartíma leiksins. Þar með tryggði Norður-Kórea sér efsta sæti B-riðils í undankeppninni í Asíu og er tveimur stigum á undan grönnum sínum í Suður-Kóreu sem eiga leik til góða. Þeir eru reyndar í fríi í dag en hinn leikur riðilsins er viðureign Íran og Sádí-Arabíu. Tvö efstu liðin úr bæði A- og B-riðli komast áfram á HM í Suður-Afríku á næsta ári og verður að teljast líklegt miðað við núverandi stöðu liðanna að það verði Norður- og Suður-Kórea. Norður-Kórea er nú að taka þátt í undankeppni HM í fyrsta sinn síðan 1994. Norður-Kóreumenn hafa einu sinni komist í úrslitakeppni HM og þá slógu þeir í gegn. Það var í keppninni sem fór fram í Englandi árið 1966 og komst liðið alla leið í fjórðungsúrslit. Unnu þeir frækinn sigur á Ítalíu sem sátu eftir í riðlakeppninni með sárt ennið. Þeir urðu svo að sætta sig við 5-3 tap fyrir Portúgal í fjórðungsúrslitunum þar sem sjálfur Eusebio skoraði fjögur markanna. Alls fara 20 leikir fram í undankeppni HM í Evrópu í dag. Ísland er þó ekki að keppa enda í eina riðlinum í Evrópu sem ekki telur sex lið - heldur fimm. Það er því oftar frí hjá liðum þess riðils en annarra í álfunni. Aðeins einn leikur fer fram í íslenska riðlinum er Holland tekur á móti Skotlandi. Þrír leikir fara fram í Suður-Ameríku, sex í Afríku, fjórir í Asíu og þrír í Norður- og Mið-Ameríku í dag. Aðeins eitt álfusamband Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, hefur klárað sína undankeppni. Það er Knattspyrnusamband Eyjaálfu. Nýja-Sjáland bar sigur úr býtum þar og mætir liðinu sem verður í fimmta sæti í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku bæði heima og að heiman um eitt laust sæti í Suður-Afríku. Þeir leikir fara fram í nóvember næstkomandi. Þess má geta að Ástralía keppir nú í fyrsta sinn í undankeppni HM í Asíu þó landið tilheyri vissulega Eyjaálfu. Þar keppir liðið í A-riðli og er enn taplaust eftir fjóra leiki og með tveggja stiga forystu á Japan. Japan getur reyndar komist á topp riðilsins með sigri á Barein í dag en Ástralir eru í fríi þennan laugardaginn. Hægt er að fylgjast með öllum leikjum dagsins á heimasíðu FIFA.
Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira