Viðskipti innlent

Hagnaður Haga nam tæp­um fjór­um millj­örðum króna

vísir/valli
Hagnaður Haga nam tæp­um fjór­um millj­örðum króna á síðasta rekstr­ar­ári, eða 5,2 prósentum af veltu.

Vöru­sala rekstr­ar­árs­ins nam 76.158 millj­ón­um króna, sam­an­borið við 71.771 millj­ón króna árið áður. Sölu­aukn­ing fé­lags­ins er 6,1 prósent, sem er í takt við veltu­aukn­ingu á dag­vörumarkaði sam­kvæmt töl­um Hag­stofu Íslands.

Hækk­un 12 mánaða meðaltals vísi­tölu neyslu­verðs milli rekstr­ar­ára var 3,56 prósent. Fram­legð fé­lags­ins var 18.471 millj­ón króna, sam­an­borið við 17.286 millj­ón­ir króna árið áður eða 24,3 prósent sam­an­borið við 24,1 prósent en fram­legð síðustu sex ára þar á und­an var að meðaltali um 24,7 prósent.

Rekstrarkostnaður í heild hækkar um 254 milljónir króna eða 2,0 prósent milli ára en kostnaðarhlutfallið lækkar úr 17,4 prósentum í 16,7 prósent.

Af­koma fyr­ir fjár­magnsliði, af­skrift­ir og skatta (EBITDA) nam 5.862 millj­ón­um króna, sam­an­borið við 4.963 millj­ón­ir króna árið áður. EBITDA fram­legð var 7,7 prósent, sam­an­borið við 6,9 prósent árið áður.

Eigið fé fé­lags­ins var 12.098 millj­ón­ir króna í lok rekstr­ar­árs­ins og eig­in­fjár­hlut­fall 45,5 prósent.  Heild­ar­skuld­ir sam­stæðunn­ar voru 14.507 millj­ón­ir króna, þar af voru lang­tíma­skuld­ir 6.738 millj­ón­ir króna. Nettó vaxta­ber­andi skuld­ir fé­lags­ins í lok rekstr­ar­árs­ins voru 2.680 millj­ón­ir króna en 1.460 millj­ón­ir króna voru greidd­ar inn á lang­tíma­lán fé­lags­ins um­fram láns­samn­ing á ár­inu.

Handbært fé frá rekstri á rekstrarárinu nam 4.708 milljónum króna, samanborið við 3.888 milljónir króna á fyrra ári. Fjárfestingarhreyfingar rekstrarársins voru 799 milljónir króna og fjármögnunar­hreyfingar 2.713 milljónir króna en á rekstrarárinu voru greiddar 586 milljónir króna í arðgreiðslu til hluthafa. Handbært fé í lok rekstrarársins var 4.143 milljónir króna, samanborið við 2.947 milljónir króna árið áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×