Forstjóri MS fékk 37 milljónir við starfslok og áfram tap á rekstrinum Ingvar Haraldsson skrifar 19. júlí 2016 07:00 Einar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri MS, fékk 37,3 milljónir í starfslokagreiðslu. Egill Sigurðsson, stjórnarformaður MS, býst við að tap verði á rekstri MS annað árið í röð í kjölfar nýrra ákvarðana verðlagsnefndar búvara. Nefndin tilkynnti fyrir síðustu mánaðamót að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækki um 2,5 prósent. „Á meðan erum við að horfa upp á launahækkanir í fyrirtækinu að meðaltali um tuttugu prósent vegna nýrra kjarasamninga,“ segir Egill. „Þetta verður þungt ár hjá okkur, það er alveg fyrirséð.“ Nefndin ákvarðar bæði það verð sem MS þarf að kaupa og selja mjólk á. „Þarna á milli er mjög þröngt svigrúm,“ segir Egill.Egill Sigurðsson, stjórnarformaður MSNefndin hækkaði einnig afurðastöðvaverð til bænda um 1,77 krónur á mjólkurlítrann í 86,16 krónur og vinnslu- og dreifingarkostnað á mjólkurlítrann um 1,81 krónu. Sumarið 2015 hækkaði verðlagsnefndin heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum um 3,58 prósent að undanskildu smjöri sem hækkaði um 11,6 prósent. Hækkunin var sú fyrsta frá október 2013. Á móti hækkaði afurðastöðvaverð til bænda um 1,47 krónur á mjólkurlítrann. Auk þess var vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur hækkaður um 4,27 kr. Samanlagt hefur heildsöluverð mjólkur því hækkað um 9,3 krónur síðustu tvö ár. Í ársreikningi MS fyrir árið 2015 sem skilað var til fyrirtækjaskrár á föstudaginn kemur fram að fyrirtækið hafi þurft að leggja fram 112,7 milljónir króna í tryggingar vegna málaferla um einkaleyfi á skyrnafninu í Finnlandi. Egill segir MS hafa fengið lögbann á sölu fyrirtækjanna Arla og Valio á skyri í Finnlandi en niðurstaða málaferlanna liggi ekki fyrir. Í ársreikningnum kemur fram að eigendur MS lögðu félaginu til 600 milljónir í aukið hlutafé á síðasta ári vegna fyrirsjáanlegs taps að sögn Egils. Þá kemur jafnframt fram að greiðslur til stjórnenda hafi aukist um 37 milljónir króna, í 141 milljón króna. Hækkunin er að sögn Egils tilkomin vegna starfslokagreiðslu til Einars Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins sem lét af stöfum um mitt ár 2015. Greiðslan nam árslaunum Einars auk orlofs og var í samræmi við starfslokasamning að sögn Egils. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Egill Sigurðsson, stjórnarformaður MS, býst við að tap verði á rekstri MS annað árið í röð í kjölfar nýrra ákvarðana verðlagsnefndar búvara. Nefndin tilkynnti fyrir síðustu mánaðamót að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækki um 2,5 prósent. „Á meðan erum við að horfa upp á launahækkanir í fyrirtækinu að meðaltali um tuttugu prósent vegna nýrra kjarasamninga,“ segir Egill. „Þetta verður þungt ár hjá okkur, það er alveg fyrirséð.“ Nefndin ákvarðar bæði það verð sem MS þarf að kaupa og selja mjólk á. „Þarna á milli er mjög þröngt svigrúm,“ segir Egill.Egill Sigurðsson, stjórnarformaður MSNefndin hækkaði einnig afurðastöðvaverð til bænda um 1,77 krónur á mjólkurlítrann í 86,16 krónur og vinnslu- og dreifingarkostnað á mjólkurlítrann um 1,81 krónu. Sumarið 2015 hækkaði verðlagsnefndin heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum um 3,58 prósent að undanskildu smjöri sem hækkaði um 11,6 prósent. Hækkunin var sú fyrsta frá október 2013. Á móti hækkaði afurðastöðvaverð til bænda um 1,47 krónur á mjólkurlítrann. Auk þess var vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur hækkaður um 4,27 kr. Samanlagt hefur heildsöluverð mjólkur því hækkað um 9,3 krónur síðustu tvö ár. Í ársreikningi MS fyrir árið 2015 sem skilað var til fyrirtækjaskrár á föstudaginn kemur fram að fyrirtækið hafi þurft að leggja fram 112,7 milljónir króna í tryggingar vegna málaferla um einkaleyfi á skyrnafninu í Finnlandi. Egill segir MS hafa fengið lögbann á sölu fyrirtækjanna Arla og Valio á skyri í Finnlandi en niðurstaða málaferlanna liggi ekki fyrir. Í ársreikningnum kemur fram að eigendur MS lögðu félaginu til 600 milljónir í aukið hlutafé á síðasta ári vegna fyrirsjáanlegs taps að sögn Egils. Þá kemur jafnframt fram að greiðslur til stjórnenda hafi aukist um 37 milljónir króna, í 141 milljón króna. Hækkunin er að sögn Egils tilkomin vegna starfslokagreiðslu til Einars Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins sem lét af stöfum um mitt ár 2015. Greiðslan nam árslaunum Einars auk orlofs og var í samræmi við starfslokasamning að sögn Egils. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent