Líklega von á nýju iPhone-símunum fyrir jól Valur Grettisson skrifar 11. september 2013 22:15 Bjarni Ákason er sáttur við nýju iPhone-símana. samsett mynd „Mig grunar að símarnir komi til landsins fyrir jól,“ segir Bjarni Ákason, framkvæmastjóri Epli.is, sem er umboðsaðili fyrir Apple hér á landi, spurður hvenær von sé á nýjum iPhone símum sem voru kynntir í gærkvöldi. Í kynningunni kom fram að iPhone 5c er bæði litríkur og glansandi, með 8MP myndavél og stærri rafhlöðu en iPhone 5. Hann er fáanlegur í hvítu, grænu, bleiku, bláu og gulu. iPhone 5s er hins vegar fáanlegur gylltur, silfraður og dökkgrár. Hann keyrir nýjan 64 bita A7 örgjörva og er sagður bæði hraðari og öflugri en iPhone 5. Íslendingar, sem og flestir aðrir Norðurlandabúar, þurfa að bíða eitthvað eftir því að símarnir skili sér í verslanir en að sögn Bjarna verða þeir fyrst fáanlegir í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi af löndum í Evrópu. Hann segist nokkuð viss um að símarnir muni skila sér hingað til lands fyrir jólaösina. „Við finnum fyrir miklum áhuga, fólk hefur verið að hringja og forvitnast um þetta,“ segir hann um viðbrögð almennings og meðal annars hefur fólk haft samband við hann með það að markmiði að fá að taka síma frá. Hann segir það þó ekki mögulegt. Bjarni er ánægður með nýju símtækin, „þetta með fingrafaralæsinguna er byltingakennt,“ útskýrir hann sáttur við sína framleiðendur en meðal annars verður hægt að versla í gegnum símann með fingrafarinu einu. Símarnir hafa þó fengið blendnar viðtökur, þannig lækkuðu hlutabréfin í Apple fyrirtækinu eftir að símarnir voru kynntir í gær, og þykir það til marks um ákveðin vonbrigði með nýjustu viðbótina. Bjarni segir að Íslendingar virðast ekki vonsviknir, „við sáum til að mynda helmingsaukningu í sölu á tölvum frá fyrirtækinu í ágúst,“ segir Bjarni sem telur það ágætis vísbendingu um að landsmenn séu afar áhugasamir um tæknina frá Apple. Spurður um verðið segist hann búast við að dýrari síminn muni kosta um 115 þúsund krónur. Sá ódýrari verður eitthvað undir hundrað þúsund að hans sögn. „Og ég bíð spenntur eftir þessum gyllta,“ segir Bjarni glaðvær að lokum. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Sjá meira
„Mig grunar að símarnir komi til landsins fyrir jól,“ segir Bjarni Ákason, framkvæmastjóri Epli.is, sem er umboðsaðili fyrir Apple hér á landi, spurður hvenær von sé á nýjum iPhone símum sem voru kynntir í gærkvöldi. Í kynningunni kom fram að iPhone 5c er bæði litríkur og glansandi, með 8MP myndavél og stærri rafhlöðu en iPhone 5. Hann er fáanlegur í hvítu, grænu, bleiku, bláu og gulu. iPhone 5s er hins vegar fáanlegur gylltur, silfraður og dökkgrár. Hann keyrir nýjan 64 bita A7 örgjörva og er sagður bæði hraðari og öflugri en iPhone 5. Íslendingar, sem og flestir aðrir Norðurlandabúar, þurfa að bíða eitthvað eftir því að símarnir skili sér í verslanir en að sögn Bjarna verða þeir fyrst fáanlegir í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi af löndum í Evrópu. Hann segist nokkuð viss um að símarnir muni skila sér hingað til lands fyrir jólaösina. „Við finnum fyrir miklum áhuga, fólk hefur verið að hringja og forvitnast um þetta,“ segir hann um viðbrögð almennings og meðal annars hefur fólk haft samband við hann með það að markmiði að fá að taka síma frá. Hann segir það þó ekki mögulegt. Bjarni er ánægður með nýju símtækin, „þetta með fingrafaralæsinguna er byltingakennt,“ útskýrir hann sáttur við sína framleiðendur en meðal annars verður hægt að versla í gegnum símann með fingrafarinu einu. Símarnir hafa þó fengið blendnar viðtökur, þannig lækkuðu hlutabréfin í Apple fyrirtækinu eftir að símarnir voru kynntir í gær, og þykir það til marks um ákveðin vonbrigði með nýjustu viðbótina. Bjarni segir að Íslendingar virðast ekki vonsviknir, „við sáum til að mynda helmingsaukningu í sölu á tölvum frá fyrirtækinu í ágúst,“ segir Bjarni sem telur það ágætis vísbendingu um að landsmenn séu afar áhugasamir um tæknina frá Apple. Spurður um verðið segist hann búast við að dýrari síminn muni kosta um 115 þúsund krónur. Sá ódýrari verður eitthvað undir hundrað þúsund að hans sögn. „Og ég bíð spenntur eftir þessum gyllta,“ segir Bjarni glaðvær að lokum.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent