Erlent

Samþykktu 484 milljarða dala aðgerðapakka

Andri Eysteinsson skrifar
Forseti Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi undirritar aðgerðapakkann.
Forseti Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi undirritar aðgerðapakkann. Getty/Win Mc Namee

Bandaríkjaþing hefur samþykkt 484 milljarða dala aðgerðapakka til að létta undir fyrirtækjum, styrkja sjúkrahús og rannsóknarstarf. Aðgerðapakkinn var samþykktur með miklum meirihluta í fulltrúadeild þingsins með 388 atkvæðum gegn 5. BBC greinir frá.

Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að hann myndi samþykkja aðgerðapakkann sem flaug einróma í gegnum öldungadeild þingsins á þriðjudag.

Nú hefur þingið varið hartnær 3 billjónum Bandaríkjadala í aðgerðir vegna faraldurs kórónuveirunnar og er vilji fyrir því, hjá forsetanum og stjórnarandstöðunni, að auka útgjöldin um eina billjón til viðbótar.

Sóttvarnareglum var fylgt við atkvæðagreiðsluna en þingmönnum var gert að halda sig í skrifstofum sínum og voru kallaðir í þingsal í litlum hópum. Þingsalurinn var svo þrifinn vandlega á milli hópa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×