Sparnaður heima bætir útblástursstöðuna 7. apríl 2010 06:00 Erlendir ferðamenn losa gas á ferðum sínum hér á landi, en um leið dregur úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda þar sem þeir hefðu annars verið. MYND: Pjetur Gróflega áætlað má gera ráð fyrir að útblástur gróðurhúsalofttegunda aukist um 67.500 tonn gangi eftir spá um að erlendum ferðamönnum fjölgi um 500 þúsund næstu tíu ár. Gert er ráð fyrir að milljón ferðamenn sæki landið heim árið 2020. Er þá gert ráð fyrir hóflegum sparnaði útblásturs vegna fjarveru ferðamannanna á heimaslóð. Þá er ekki tekinn með í reikninginn útblástur vegna millilandaflugs, þar sem hann hefur enn sem komið er áhrif á útblástursbókhald landsins. Með fluginu eykst útblástur hins vegar um 296.500 tonn, miðað við að hálf milljón ferðamanna sæki landið heim og að hver staldri að jafnaði við í um hálfan mánuð. Heildartalan hér að ofan byggist á útreikningum Sigurðar Inga Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkuseturs. Hann bendir jafnframt á að ólíklegt sé að val ferðamanna standi milli þess að fara til Íslands eða fara ekki neitt. „Þannig að varla ættu menn að tala um aukna alheimslosun vegna fleiri ferðamanna til Íslands tengda fluginu," segir hann. Í útreikningum sínum gerir Sigurður ráð fyrir að ferðafólkið taki rútu til Reykjavíkur frá Leifsstöð og svo aftur til baka. „Útblástur sem tengist þessum legg, miðað við 85 prósenta farþeganýtni í bílunum, met ég sem svo að útblástur á farþega aðra leið sé 0,3 kílógrömm af koltvísýringi. Þessi notkun kemur sem aukning inn í íslenska bókhaldið og þennan kostnað þurfum við líklega að bera." Sigurður segir að best væri að rukka fyrir útblásturinn eins og kannski sé nú þegar gert, með kolefnisgjaldi á bensíni. Tekjurnar af gjaldinu ættu hins vegar að fara í þróun á vistvænni ferðamáta á leiðinni. Þá er gert ráð fyrir að ferðamaðurinn leigi sér bíl og keyri í kringum landið. „Við gerum ráð fyrir að þetta séu hjón þannig að bílnotkunin helmingast." Miðað við að tekinn sé að leigu meðalbíll og eknir 1.500 kílómetrar, þar sem útblástur nemur 179 grömmum á hvern ekinn kílómetra, þá nemur útblástur á mann 134 kílóum. „Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að meðalheimili í Bretlandi notar raforku og hitun sem gefur af sér útblástur upp á um 5.300 kíló á ári eða 14,5 kíló á dag. Öll raforka og hitun á Íslandi er hins vegar kolefnisfrí," segir Sigurður og bendir á að því sparist útblástur í heimalandinu meðan fólk er hér statt. „Þannig að hjón komin á land og dvelja hér í tvær vikur fá eftirfarandi reikning: 1,2 kílógrömm vegna rútuferðar til og frá Keflavík og svo 269 kíló vegna hringferðar á bílaleigubíl. Þetta eru þá 270 kg sem leggjast á kolefnisbókhald Íslendinga. En munum að útblástur spyr ekki um landamæri og umhverfisvænt orkukerfi okkar sparar heiminum að minnsta kosti 84 kíló þar sem hjónin skipta úr kolefnisdrifnu raforkukerfi yfir í kolefnisfrítt rafokukerfi í tvær vikur. Ef hjónin myndu sleppa því að hita húsið sitt á meðan þá myndi sparnaðurinn vera rúm 200 kg og næstum því núlla út útblásturinn á Íslandi." - óká Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Gróflega áætlað má gera ráð fyrir að útblástur gróðurhúsalofttegunda aukist um 67.500 tonn gangi eftir spá um að erlendum ferðamönnum fjölgi um 500 þúsund næstu tíu ár. Gert er ráð fyrir að milljón ferðamenn sæki landið heim árið 2020. Er þá gert ráð fyrir hóflegum sparnaði útblásturs vegna fjarveru ferðamannanna á heimaslóð. Þá er ekki tekinn með í reikninginn útblástur vegna millilandaflugs, þar sem hann hefur enn sem komið er áhrif á útblástursbókhald landsins. Með fluginu eykst útblástur hins vegar um 296.500 tonn, miðað við að hálf milljón ferðamanna sæki landið heim og að hver staldri að jafnaði við í um hálfan mánuð. Heildartalan hér að ofan byggist á útreikningum Sigurðar Inga Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkuseturs. Hann bendir jafnframt á að ólíklegt sé að val ferðamanna standi milli þess að fara til Íslands eða fara ekki neitt. „Þannig að varla ættu menn að tala um aukna alheimslosun vegna fleiri ferðamanna til Íslands tengda fluginu," segir hann. Í útreikningum sínum gerir Sigurður ráð fyrir að ferðafólkið taki rútu til Reykjavíkur frá Leifsstöð og svo aftur til baka. „Útblástur sem tengist þessum legg, miðað við 85 prósenta farþeganýtni í bílunum, met ég sem svo að útblástur á farþega aðra leið sé 0,3 kílógrömm af koltvísýringi. Þessi notkun kemur sem aukning inn í íslenska bókhaldið og þennan kostnað þurfum við líklega að bera." Sigurður segir að best væri að rukka fyrir útblásturinn eins og kannski sé nú þegar gert, með kolefnisgjaldi á bensíni. Tekjurnar af gjaldinu ættu hins vegar að fara í þróun á vistvænni ferðamáta á leiðinni. Þá er gert ráð fyrir að ferðamaðurinn leigi sér bíl og keyri í kringum landið. „Við gerum ráð fyrir að þetta séu hjón þannig að bílnotkunin helmingast." Miðað við að tekinn sé að leigu meðalbíll og eknir 1.500 kílómetrar, þar sem útblástur nemur 179 grömmum á hvern ekinn kílómetra, þá nemur útblástur á mann 134 kílóum. „Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að meðalheimili í Bretlandi notar raforku og hitun sem gefur af sér útblástur upp á um 5.300 kíló á ári eða 14,5 kíló á dag. Öll raforka og hitun á Íslandi er hins vegar kolefnisfrí," segir Sigurður og bendir á að því sparist útblástur í heimalandinu meðan fólk er hér statt. „Þannig að hjón komin á land og dvelja hér í tvær vikur fá eftirfarandi reikning: 1,2 kílógrömm vegna rútuferðar til og frá Keflavík og svo 269 kíló vegna hringferðar á bílaleigubíl. Þetta eru þá 270 kg sem leggjast á kolefnisbókhald Íslendinga. En munum að útblástur spyr ekki um landamæri og umhverfisvænt orkukerfi okkar sparar heiminum að minnsta kosti 84 kíló þar sem hjónin skipta úr kolefnisdrifnu raforkukerfi yfir í kolefnisfrítt rafokukerfi í tvær vikur. Ef hjónin myndu sleppa því að hita húsið sitt á meðan þá myndi sparnaðurinn vera rúm 200 kg og næstum því núlla út útblásturinn á Íslandi." - óká
Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira