Innlent

Sjómenn komu til aðstoðar vegna leka á Skagafirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.
Frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæsla Íslands

Leki kom að tíu metra löngum fiskibát á Skagafirði á fimmta tímanum í dag. Einn er um borð og sagði hann í samskiptum við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar að leikinn væri talsverður. Landhelgisgæslan óskaði eftir því að áhafnir fiskiskipa og báta í grenndinni kæmu manninum til aðstoðar á meðan verið væri að ræsa út sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni brugðust þær áhafnir mjög skjótt við. Rúmum tuttugu mínútum eftir neyðarkallið var búið að koma fiskibátnum í tog verið að draga hann á Sauðárkrók.

Slökkvilið bæjarins mun svo dæla upp úr bátnum þegar þangað er komið. Landhelgisgæslan færir þakkir til þeirra sem að málinu komu, fyrir skjót viðbrögð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×