Viðskipti innlent

Ríkið hyggst greiða Icelandair til að tryggja samgöngur

Eiður Þór Árnason skrifar
Icelandair hefur fellt niður meirihluta flugferða sinna að undanförnu líkt og mörg önnur flugfélög.
Icelandair hefur fellt niður meirihluta flugferða sinna að undanförnu líkt og mörg önnur flugfélög. vísir/vilhelm

Íslensk stjórnvöld hyggjast greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Evrópu og Bandaríkjanna. Gert er ráð fyrir því að ríkið greiði allt að hundrað milljónir til flugfélagsins næstu þrjár vikurnar.

RÚV greinir frá þessu og segir að á fundi ríkisstjórnarinnar síðasta föstudag hafi verið ákveðið að gera samkomulag við Icelandair um að halda áfram flugi til Boston og Lundúna eða Stokkhólms. Er þessu samkomulagi ætlað að tryggja lámarkssamgöngur til og frá landinu. Það var undirritað á föstudag og hefur tekið gildi.

Í samtali við fréttastofu RÚV sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra að þetta yrðu að lágmarki sex ferðir á hvern áfangastað á meðan lokanir stæðu víða yfir. Hugsanlegt væri að samkomulagið yrði framlengt.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í samtali við RÚV að tap blasi þó við flugfélaginu næstu vikurnar. Mikilvægt sé að fá ríkið að málum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×