Rafkappakstur í beinni á Stöð 2 eSport í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2020 08:00 mynd/sro-esport.com Stöð 2 eSport sýnir beint frá móti sem fer fram í rafkappakstri nú síðdegis en um alþjóðlegan góðgerðarviðburð er að ræða. Keppt verður í kappakstursleiknum Assetto Corsa Competizione sem framleiddur af ítalska tölvuleikjaframleiðandanum Kunos Simulazioni. Í mótinu verður keppt á hinni heimsfrægu keppnisbraut Monza sem er í raunheimum í grennd við Mílanó. Meðal keppenda í dag verða ökuþórar sem hafa atvinnu bæði af því að keppa í hefðbundnum kappakstri sem og rafkappakstri, auk nokkurra þekktra einstaklinga. Fyrr í vikunni gafst almenningi kostur á að vinna sér inn þátttökurétt í mótinu og þeir fimm sem bestum árangri náðu taka þátt í mótinu í dag. Útsending hefst á Stöð 2 eSport klukkan 11.30 í dag en annars er dagskráin eftirfarandi: 12.00 Fyrri undanúrslit 13.15 Síðari undanúrslit 14.30 Tímatökur fyrir úrslit 14.50 Úrslit Hér fyrir neðan má sjá stiklu sem gerð var fyrir mótið. Klippa: Rafkappakstur - stikla Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti
Stöð 2 eSport sýnir beint frá móti sem fer fram í rafkappakstri nú síðdegis en um alþjóðlegan góðgerðarviðburð er að ræða. Keppt verður í kappakstursleiknum Assetto Corsa Competizione sem framleiddur af ítalska tölvuleikjaframleiðandanum Kunos Simulazioni. Í mótinu verður keppt á hinni heimsfrægu keppnisbraut Monza sem er í raunheimum í grennd við Mílanó. Meðal keppenda í dag verða ökuþórar sem hafa atvinnu bæði af því að keppa í hefðbundnum kappakstri sem og rafkappakstri, auk nokkurra þekktra einstaklinga. Fyrr í vikunni gafst almenningi kostur á að vinna sér inn þátttökurétt í mótinu og þeir fimm sem bestum árangri náðu taka þátt í mótinu í dag. Útsending hefst á Stöð 2 eSport klukkan 11.30 í dag en annars er dagskráin eftirfarandi: 12.00 Fyrri undanúrslit 13.15 Síðari undanúrslit 14.30 Tímatökur fyrir úrslit 14.50 Úrslit Hér fyrir neðan má sjá stiklu sem gerð var fyrir mótið. Klippa: Rafkappakstur - stikla
Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti