Innlent

Blaðamenn sömdu við SA

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara í vetur.
Frá fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara í vetur. Vísir/Einar

Skrifað var undir kjarasamning á milli Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins í dag. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á þriðjudag og stendur fram á föstudag. Blaðamenn felldu kjarasamning og stóðu fyrir verkfallsaðgerðum í nóvember og desember.

Samningurinn er sagður í anda lífskjarasamningsins í bréfi sem Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, sendi félagsmönnum í dag. Hann gildir út október árið 2022 og er afturvirkur til 1. mars. Frá 1. apríl hækka laun blaðamanna um 35.000 krónur að lágmarki og um 41.000 fyrir þá sem eru á töxtum, að því er segir í tilkynningu á vef félagsins.

Upplýsingafundur um samninginn verður haldinn á morgun en atkvæðagreiðsla hefst á hádegi þriðjudaginn 24. mars. Henni lýkur á hádegi föstudaginn 27. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×