Viðskipti innlent

Laura Ashley áfram á Íslandi

Sylvía Hall skrifar
Laura Ashley mun áfram vera á Íslandi að sögn eigenda.
Laura Ashley mun áfram vera á Íslandi að sögn eigenda. Vísir/Getty

Rekstur húsgagna- og heimilisvörukeðjunnar Laura Ashley mun halda áfram hér á landi þrátt fyrir söluferli keðjunnar í Bretlandi. Fyrr í vikunni var greint frá því að keðjan stefndi í gjaldþrot.

Sky News greindi frá því að hátt í þrjú þúsund störf væru í hættu. Í yfirlýsingu frá félaginu kom fram að sótt hefði verið um að skiptastjóri yrði skipaður.

Sjá einnig: Laura Ashley á leið í þrot

Þá sagði jafnframt í yfirlýsingunni að sala hefði dregist verulega saman eftir að útbreiðsla kórónuveirunnar hófst fyrir alvöru í Evrópu.

Í tilkynningu frá Laura Ashley á Íslandi segir að verslunin muni starfa áfram hér á landi. Verslunin væri ekki að loka þrátt fyrir slæma stöðu keðjunnar í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×