Hoppaði upp um átta sæti á lokadeginum og tók gullið á fyrsta Opna bandaríska sem hún tók þátt í Anton Ingi Leifsson skrifar 14. desember 2020 20:31 A Lim Kim gat fagnað í kvöld en hún er að byrja sinn atvinnuferil í golfi frábærlega. Jamie Squire/Getty Images A-Lim Kim er ekki þekktasta nafnið í golfheiminum en hún gerði sér lítið fyrir og vann síðasta risamótið í kvennaflokki, Opna bandaríska, í fyrsta skipti sem hún tekur þátt á mótinu. A-Lim Kim er í 94. sæti heimslistans og það leit ekki út fyrir að hún væri að fara ná í gullið á mótinu í dag. Lokahringnum í gær var frestað vegna veðurs og því kláraðist mótið í dag. Fyrir lokahringinn var A-Lim Kim fimm höggum á eftir Hinako Shibuno sem var í efsta sætinu en magnaður lokahringur gerði það að verkum að A-Lim Kim kom, sá og sigraði. Raise it high, A Lim Kim. You earned it. @uswomensopen | #WomenWorthWatching pic.twitter.com/NUqK6NW5uZ— LPGA (@LPGA) December 14, 2020 Hún hoppaði upp um níu sæti á lokahringnum og spilaði samtals á fjórum höggum undir pari. Hún fékk meðal annars þrjá fugla á þremur síðustu holunum sem tryggði henni titilinn. Þetta er einungis hennar þriðji sigur á atvinnumannaferlinum en þetta var í fyrsta sinn sem hún tekur þátt á opna bandaríska. Ko Jin-young, sem er í efsta sæti heimslistans, endaði í öðru sætinu ásamt Amy Olson en þær voru höggi á eftir A-Lim Kim. Shibuno endaði í fjórða sætinu. A Lim Kim.Remember the name. Kim finished in historic fashion to win the 75th @uswomensopen and claim the final major championship of 2020!#USWomensOpen | #WomenWorthWatching pic.twitter.com/YkhU1b7FHZ— LPGA (@LPGA) December 14, 2020 Golf Opna bandaríska Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
A-Lim Kim er í 94. sæti heimslistans og það leit ekki út fyrir að hún væri að fara ná í gullið á mótinu í dag. Lokahringnum í gær var frestað vegna veðurs og því kláraðist mótið í dag. Fyrir lokahringinn var A-Lim Kim fimm höggum á eftir Hinako Shibuno sem var í efsta sætinu en magnaður lokahringur gerði það að verkum að A-Lim Kim kom, sá og sigraði. Raise it high, A Lim Kim. You earned it. @uswomensopen | #WomenWorthWatching pic.twitter.com/NUqK6NW5uZ— LPGA (@LPGA) December 14, 2020 Hún hoppaði upp um níu sæti á lokahringnum og spilaði samtals á fjórum höggum undir pari. Hún fékk meðal annars þrjá fugla á þremur síðustu holunum sem tryggði henni titilinn. Þetta er einungis hennar þriðji sigur á atvinnumannaferlinum en þetta var í fyrsta sinn sem hún tekur þátt á opna bandaríska. Ko Jin-young, sem er í efsta sæti heimslistans, endaði í öðru sætinu ásamt Amy Olson en þær voru höggi á eftir A-Lim Kim. Shibuno endaði í fjórða sætinu. A Lim Kim.Remember the name. Kim finished in historic fashion to win the 75th @uswomensopen and claim the final major championship of 2020!#USWomensOpen | #WomenWorthWatching pic.twitter.com/YkhU1b7FHZ— LPGA (@LPGA) December 14, 2020
Golf Opna bandaríska Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira