Innlent

Stálu þvotti af snúrum í Kópavogi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lögreglu barst í gærkvöldi tilkynning um tvær konur sem voru að stela þvotti úr sameiginlegu þvottahúsi í Kópavogi.
Lögreglu barst í gærkvöldi tilkynning um tvær konur sem voru að stela þvotti úr sameiginlegu þvottahúsi í Kópavogi. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók um kvöldmatarleytið í gær tvo karlmenn sem grunaðir eru um húsbrot í Hlíðunum. Þeir gistu fangageymslur í nótt á meðan málið var í rannsókn.

Þá var maður handtekinn í sama hverfi síðar um kvöldið grunaður um vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum. Sá var látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Í nótt, eða rétt fyrir klukkan þrjú var maður síðan handtekinn á Seltjarnarnesi þar sem hann var staðinn að því að reyna að brjóta upp hraðbanka. Hann gistir einnig fangaklefa.

Að síðustu var tilkynnt um tvær konur sem voru að stela þvotti úr sameiginlegu þvottahúsi í Kópavogi. Þær voru horfnar á braut þegar lögreglu bar að garði, höfðu forðað sér á bíl og náðu að taka með sér föt og fleira, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×