Innlent

Forsætisráðherra sendir Biden og Harris hamingjuóskir

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir
Baldur Hrafnkell

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands óskar Joe Biden og Kamölu Harris til hamingju með kjörið.

„Hamingjuóskir með sigur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Ég óska ykkur velfarnaðar í starfi og hlakka til að styrkja sambönd okkar þegar kemur að málefnum á borð við hamfarahlýnun og mannréttindum.“ ritar hún til Joe Biden.

Hún sendir nýkjörnum varaforseta einnig kveðjur og segir sigur hennar sögulegan.

„Innilegar hamingjuóskir Kamala Harris með sögulegan sigur sem varaforseti Bandaríkjanna.“


Tengdar fréttir

Trump viðurkennir ekki ósigur

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×