Innlent

Svona var 131. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn stýrir fundinum.
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn stýrir fundinum. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag.

Á fundinum verður farið yfir áherslur til ákveðinna hópa í tengslum við Covid-19 faraldurinn hér á landi. Er hann því annars eðlis en hinir hefðbundnu upplýsingafundir með þríeykinu.

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn mun stýra fundi en gestir verða Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara og Anna Steinsen, fyrirlesari sem ætlar að ræða fjarvinnu á tímum farsóttar.

Hefðbundinn upplýsingafundur með þríeykinu verður venju samkvæmt á morgun, fimmtudag.

Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku og textalýsingu má sjá að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×