Skyttur fjölmenntu á fjöll í gær Karl Lúðvíksson skrifar 2. nóvember 2020 08:52 Rjúpa Fyrsti veiðidagurinn á þessu rjúpnaveiðitímabili var í gær og það var ljóst að skyttur voru að fjölmenna á fjöll. Tilmæli um að rjúpnaskyttur ættu ekki að ferðast milli landshluta hafa líklega verið að mestu virt því þekkt veiðisvæði umhverfis Reykjavík voru ansi vel sótt. Kaldidalur, Skjaldbreið og í raun allt svæðið frá Kvígindisfelli og upp að Fantófelli var svo fjölmennt að á kafla voru bara nokkur hundruð metrar á milli bíla á löngum kafla. Staðan var eins við Skjaldbreiður, meira og minna öllu svæðinu við Heklu, Laugarvatn, Kjöl, Holtavörðuheiði og Langavatn. Veiðin virðist hafa verið ágæt en við erum að heyra að flestir hafi verið með 1-4 rjúpur á mann en örfáir hafi verið að ná meiru en það, en mjög margir engu eins og oft vill verða. Skyttur landsins hafa verið hvattir til að fara með gát og ástæðan fyrir því rjúpnaskyttur eiga að taka þau tilmæli alvarlega er sú að verði slys á fjöllum setur það aukið álag á Landsspítalann sem nú þegar er kominn á neyðaráætlun. Einhverjir virðast engu að síður hafa lagt land undir fót og var töluvert af skyttum frá höfuðborgarsvæðinu til að mynda á svæðum við norðvesturland og eins víða í Eyjafirði. Skotveiði Rjúpa Mest lesið Urriðinn er vel haldinn í Laxárdalnum Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði Gæsaveiðin gengur vel og nóg af fugli Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Færri tilkynningar um Sæsteinsugubit en í fyrra Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði 60 sm bleikjur úr Hjaltadalsá og Kolku Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði
Fyrsti veiðidagurinn á þessu rjúpnaveiðitímabili var í gær og það var ljóst að skyttur voru að fjölmenna á fjöll. Tilmæli um að rjúpnaskyttur ættu ekki að ferðast milli landshluta hafa líklega verið að mestu virt því þekkt veiðisvæði umhverfis Reykjavík voru ansi vel sótt. Kaldidalur, Skjaldbreið og í raun allt svæðið frá Kvígindisfelli og upp að Fantófelli var svo fjölmennt að á kafla voru bara nokkur hundruð metrar á milli bíla á löngum kafla. Staðan var eins við Skjaldbreiður, meira og minna öllu svæðinu við Heklu, Laugarvatn, Kjöl, Holtavörðuheiði og Langavatn. Veiðin virðist hafa verið ágæt en við erum að heyra að flestir hafi verið með 1-4 rjúpur á mann en örfáir hafi verið að ná meiru en það, en mjög margir engu eins og oft vill verða. Skyttur landsins hafa verið hvattir til að fara með gát og ástæðan fyrir því rjúpnaskyttur eiga að taka þau tilmæli alvarlega er sú að verði slys á fjöllum setur það aukið álag á Landsspítalann sem nú þegar er kominn á neyðaráætlun. Einhverjir virðast engu að síður hafa lagt land undir fót og var töluvert af skyttum frá höfuðborgarsvæðinu til að mynda á svæðum við norðvesturland og eins víða í Eyjafirði.
Skotveiði Rjúpa Mest lesið Urriðinn er vel haldinn í Laxárdalnum Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði Gæsaveiðin gengur vel og nóg af fugli Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Færri tilkynningar um Sæsteinsugubit en í fyrra Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði 60 sm bleikjur úr Hjaltadalsá og Kolku Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði