Samstarf

Norðlenska í samstarfi við sprotafyrirtækið Sprettu

Norðlenska
Norðlenska og Spretta hafa framleitt spennandi matvörur sem fást nú í verslunum Krónunnar.
Norðlenska og Spretta hafa framleitt spennandi matvörur sem fást nú í verslunum Krónunnar.

Norðlenska hefur sett nýjar vörur á markað í samstarfi við íslenska sprotafyrirtækið Sprettu. Vörurnar eru þær fyrstu af mörgum sem þróaðar hafa verið en samstarf fyrirtækjanna hófst í sumar.

Ofurfæða fyrir kröfuharða neytendur 

„Við hjá Sprettu erum afskaplega ánægð með samstarfið því Norðlenska hefur gefið okkur einstakt tækifæri til að þróa með þeim matvöru og koma þannig til móts við kröfur neytenda um hærra hlutfall grænmetis í daglegri neyslu,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir en hún stofnaði Sprettu fyrir fimm árum ásamt eiginmanni sínum Stefáni Karli Stefánssyni heitnum og Soffíu Steingrímsdóttur.

„Sprettur eru hollari og ríkari af bætiefnum en annað grænmeti og algjör ofurfæða."

„Sprettur eru hollari og ríkari af bætiefnum en annað grænmeti og algjör ofurfæða. Með því að nota engin eiturefni, lágmarka orkuþörf og losa engan ólífrænan úrgang er framleiðslan eins ábyrg og völ er á og neytandinn beinlínis þátttakandi í bættu neyslumynstri, styttri flutningsleiðum og hollari matvælaneyslu,“ bætir hún við.

Styðja við frumkvöðla

„Tilgangur samstarfsins er að bjóða neytendum upp á ferskar, bragðgóðar og heilnæmar vörur en ekki síður að styðja við íslenska frumkvöðla og kynna þá miklu grósku og fjölbreytni sem er í íslenskri matvælaframleiðslu,“ segir Drífa Árnadóttir, markaðsstjóri Norðlenska. Hún segir Sprettu rækta gæða kryddjurtir sem bæði matreiðslumenn og matvandir sækja í.

„Afurðir Sprettu er verðmæt hágæðavara sem er eftirsótt af meistarakokkum fyrir bragðgæði og fegurð og er líka í uppáhaldi hjá jafnvel matvöndustu börnum.“

Í kjötbollurnar eru notaðar nýklipptar skprettur

Ferskleiki í fyrirrúmi

Fyrstu vörurnar eru komnar í verslanir Krónunnar, lambabollur með kóríandersprettum og nautabollur með basilsprettum.

„Í kjötbollurnar okkar notum við aðeins nýklipptar sprettur, sem eru smávaxnar og bragðmiklar kryddplöntur sem eru einstaklega ríkar af næringarefnum og ferskt kjöt,“ segir Drífa.

Mið-Austurlönd í íslenskum lambabollum

„Lambabollurnar eru eins hrein fæða og hugsast getur, íslenskt lambakjöt og ferskar kóríandersprettur sem gefa bollunum Mið-Austurlanda-keim en þar leikur kóríander lykilhlutverk.

Þær eru tilvaldar einar og sér með góðri, kaldri hvítlaukssósu, mangó-chutney og hrísgrjónum. Einnig er upplagt að skella þeim í pítuna með grænmeti og sósu að eigin vali. Lambabollurnar eru frábærar helmingaðar í heimagerðar "meat´n cheese" pizzur og svo bara bornar fram fulleldaðar á veisluborð með myntusósu eða "chili mayo".“

Keimur af Mið-Austurlöndum fylgir kóríandersprettum

Miðjarðarhafsstemming í nautabollum

„Nautabollurnar eru úr íslensku hágæða nautakjöti og ferskum sprettum. Hér er það miðjarðarhafskryddið basilika sem ræður för og eru þær því upplagðar í klassíska pastarétti og í tómatlagaðar sósur. Nautabollurnar eru líka bragðgóðar kaldar og má því auðveldlega lauma þeim í nestisboxið með smávegis af pasta og tómatsósu fyrir yngstu kynslóðina. Nautabollurnar eru brjálæðislega góðar í langlokur með grænmeti og osti og hitaðar á grilli eða í ofni,“ segir Drífa

Krónan er í samstarfi við Norðlenska og Sprettu og verða vörurnar eingöngu seldar í verslunum Krónunnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×