Skoðun

Sorg­lega subbu­leg starf­semi

Örn Sverrisson skrifar

Flest okkar ef ekki öll hafa heyrt um Covid 19, hvað það er og hvernig hægt er að minnka mikið hættu á smiti. Hert hefur verið á sóttvörnum, við enn og aftur upplýst um hættur, smitleiðir og afleiðingar og beðin um að fara varlega.

Eitthvað hefur samt Covid 19 farið framhjá stoltum eigendum Íslandsspila eða er græðgin svona mikil. Mánudagskvöldið 5. okt. voru allir spilakassar Íslandsspila í sjoppum opnir. Til hvers? Jú, stoltir eigendur Íslandsspila vita að spilafíklar spila líka í Covid.

Rauði krossinn, Landsbjörg og SÁÁ eru STOLTIR eigendur Íslandsspila eins og formaður Landsbjargar sagði í útvarpsviðtali í vor.

Að vera stoltur eigandi að svona sorglega subbulegri starfssemi sem hefur ekki vilja til að vera þátttakandi í sóttvörnum án þess að þurfa bann frá yfirvöldum er bara aumkunarvert.

Höfundi er annt um velferð spilafíkla.




Skoðun

Skoðun

Drasl

Hafþór Reynisson skrifar

Sjá meira


×