Viðskipti innlent

Tvær hóp­upp­sagnir bæst við síðan í gær

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Þingvöllum, sumarið 2018.
Frá Þingvöllum, sumarið 2018. Vísir/Vilhelm

Vinnumálastofnun hefur borist tvær tilkynningar um hópuppsagnir í morgun. Bætast þær þá við þær fjórar sem komið höfðu inn á borð stofnunarinnar það sem af er mánuði og sagt var frá í gær.

Þetta segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við Vísi í morgun. Hún segir ekki útilokað að fleiri tilkynningar muni berast þegar líður á daginn.

Unnur segir að hópuppsagnirnar sex nái til alls 181 manns. Fimm fyrirtækjanna starfa í ferðaþjónustu – og ná uppsagnirnar þar til alls 155 manns – og eitt fyrirtækið starfi í byggingariðnaði þar sem uppsagnirnar náðu til 26.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×