Íslendingar hvattir til dáða í nýju myndbandi Íslenskt - láttu það ganga 9. september 2020 18:00 Í myndbandi fyrir kynningarátakið Íslenskt - láttu það ganga er spilað og sungið stórskemmtilegt lag. Trésmiðir, úrsmiðir, tónlistarfólk, kaupa tómata, gúrkur, osta og mjólk er meðal þess sem er sungið í nýju myndbandi þar sem Íslendingar eru hvattir til dáða inn í haustið. Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi en það markar upphaf annars fasa sameiginlegs kynningarátaks stjórnvalda og atvinnulífs. Átakið kallast Íslenskt - láttu það ganga og er í því lögð áhersla á að verja störf og auka verðmætasköpun á Íslandi. Fyrri fasi átaksins hófst síðastliðið vor. Landverðir, bændur og búalið, vilja bæði fá tónlist og leikrit á svið, segir einnig í laginu en markmiðið með átakinu er að efla vitund landsmanna um neysluhegðun og útskýra þau keðjuverkandi áhrif sem verða þegar við veljum innlenda þjónustu og skiptum við innlend fyrirtæki. Hér fyrir neðan er rætt við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, og myndbandið sýnt. Klippa: Íslenskt - láttu það ganga Á vefnum gjoridsvovel.is er hægt að nálgast upplýsingar um átakið. Þar kemur meðal annars fram að íslensk fyrirtæki hafi til mikils að vinna, sérstaklega um þessar mundir. Ef nógu margir kjósi að eiga viðskipti innanlands geti það haft þýðingarmikil áhrif á efnahagskerfið, tryggt lífskjör, varið störf og eflt atvinnustarfsemi. Þess vegna sé mikilvægt að við tökum okkur saman og að sem flest fyrirtæki taki þátt í átakinu. Þannig náum við mestum árangri. Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Greiðsluáskorun Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sjá meira
Trésmiðir, úrsmiðir, tónlistarfólk, kaupa tómata, gúrkur, osta og mjólk er meðal þess sem er sungið í nýju myndbandi þar sem Íslendingar eru hvattir til dáða inn í haustið. Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi en það markar upphaf annars fasa sameiginlegs kynningarátaks stjórnvalda og atvinnulífs. Átakið kallast Íslenskt - láttu það ganga og er í því lögð áhersla á að verja störf og auka verðmætasköpun á Íslandi. Fyrri fasi átaksins hófst síðastliðið vor. Landverðir, bændur og búalið, vilja bæði fá tónlist og leikrit á svið, segir einnig í laginu en markmiðið með átakinu er að efla vitund landsmanna um neysluhegðun og útskýra þau keðjuverkandi áhrif sem verða þegar við veljum innlenda þjónustu og skiptum við innlend fyrirtæki. Hér fyrir neðan er rætt við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, og myndbandið sýnt. Klippa: Íslenskt - láttu það ganga Á vefnum gjoridsvovel.is er hægt að nálgast upplýsingar um átakið. Þar kemur meðal annars fram að íslensk fyrirtæki hafi til mikils að vinna, sérstaklega um þessar mundir. Ef nógu margir kjósi að eiga viðskipti innanlands geti það haft þýðingarmikil áhrif á efnahagskerfið, tryggt lífskjör, varið störf og eflt atvinnustarfsemi. Þess vegna sé mikilvægt að við tökum okkur saman og að sem flest fyrirtæki taki þátt í átakinu. Þannig náum við mestum árangri.
Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Greiðsluáskorun Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sjá meira